Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 40

Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 40
40 FORELDRABLAÐIÐ finningu, verða kjarkmikil og starfsöm, taka sjálf ákvarðanir um gerðir sínar og vilja bera ábyrgð á þeim. En kjark- laus og duglítil verða börn, sem alast upp hjá málskrafsmiklu fólki, sem sí- fellt er með aðfinnslur og aðvaranir, gefa ótal fyrirskipanir, sem ógerningur er að fylgja, og láta ekkert tækifæri ónotað til þess að sýna vald sitt og yfirburði. Hver dregur dám að sínum sessunaut. Óhugsandi er annað en að börnin líkist foreldrum sínum eða uppalendum og beri keim af þeirra skapgerð. Foreldrar geta bætt sig og uppeldisáhrif sín með lestri góðra bóka. Því miður er fátt um slíkar bókmenntir á íslenzkri tungu en fer þó vaxandi. Upplýsingar um bækur um þetta efni geta kennarar og skólastjórar gefið. Áhrif foreldranna á börnin eru mörg- um sinnum sterkari og varanlegri en áhrif kennaranna, en þó lesa kennarar miklu meir af uppeldisfræðilegum rit- um heldur en foreldrar. Slíkt verður að breytast á þá lund, að lestur foreldra á slíkum bókum fari vaxandi og athug- anir þeirra og skilningur á sálarlífi barnanna aukist. Það mun verða þeim mikill styrkur í uppeldisstarfinu, og þá mun árangurinn verða meiri, og von- brigðin færri. Prerrtmyndagerðin Ólafur J. Hvanndal Laugaveg 1 B, Feykjavík Sími 40J3. Símn.: Hvanndal Fyrsta prentmyndagerð á Islandi. 30 ái'a reynsla Býr til myndamót úr eir og zinki fyrir fvrir livaða prentun sem er. Stalhúsgögn eru framtíð* ar húsgögnin. Veljið Aþýðubraiiðgerðiii Laugavegi 61 Rjómatertur Fromage Is, margar teg. Kökur fjölbreytt úrval, verður ávallt bezt að kaupa lijá oss, pantanir afgreiddar með stuttum fyrirvara Alþýðubrauðgerðin Sími 1606

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.