Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 20
20
FORELDRABLAÐIÐ
Arngrfniui' lii'ist iáiisMOn:
Fleiri börn í sveit aö
sumarlagi
Engum blandast hugur um, að snert-
ing barnsins á þroskaaldri þess, við ís-
lenzku sveitina, gróanda vorsins og hin
margbreyttu sveitastörf, hafa heilla-
vænleg áhrif á uppeldi þess.
Sumardvöl kaupstaðarbarna í sveit,
er því veigamikill þáttur, í hollu og líf-
rænu þjóðaruppeldi.
Engar áreiðanlegar tölur eru hér fyrir
hendi, er sýna hversu mörgum börnum
er komið fyrir í sveit að sumarlagi, eða
hvort hér sé um minnkandi eða vaxandi
hlutföll að ræða, frá ári til árs, miðað
við fólksfjölgunina í kaupstöðunum. Þó
er mér nær að halda, að hér sé um
minnkandi hlutföll að ræða, enda bendir
margt til þess að svo sé: — Eftir því
sem athuganir benda til, þá mun um
40—50% 10—14 ára barna hafa dvalizt í
sveit að sumarlagi undanfarin sumur, en
vegna þess, að ég hefi ekki ritað athug-
anir mínar hjá mér, nema allra síðustu
árin, er ekki útaf fyrir sig, hægt að
draga ályktanir af þeim. — Eitt er víst,
að eftir því, sem lengra líður, er meiri
annmörkum háð fyrir ýmsa foreldra að
koma börnum sínum til hollrar sumar-
dvalar.
Áður fyrr var hægt að senda barnið
til ömmu og afa, eða til föðurbróður eða
móðursystur, en nú er þessu ekki lengur
til að dreifa, í mörgum tilfellum.
Nú er að vaxa upp í bæjunum ný kyn-
slóð, er engin náin skyldmenni á í sveit-
um landsins — stofn fjarskyldur því
fólki, er í sveitunum býr.
Af þessum ástæðum er mjög æskilegt,
Þórðnr Sveinsson & Co. h.f.
UMBOÐ FYRIR
DMIARK
Karnalúfftir, vetlingar,
belti, lientugt til
jólagjafa
Dúja Ólafsdóttir
Ritvélavinnustofan Leiknir
Vesturgötu II
Gerir við skriístofuvélar ofl.
Selur þesskonar nýtt og notað
Sími 3459
Rútur Jónsson