Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 33

Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 33
FORELDRABLAÐIÐ 33 hvort sem það leyfi er veitt til að fara í boð eða til að kaupa slátur. Slíkar fjar- verur, sem hafa fullt leyfi á bak við sig, eru ekki í neinu svipaðar hinum. Það er líka eftirtektarvert, hve margir foreldr- ar láta sér annt um að láta skólann strax vita, ef barn þeirra forfallast, þótt ekki sé nema um eina dagstund að ræða. Barn, sem svíkst um að mæta í fyrir- skipuðum tíma, tapar ekki mestu við að fara á mis við það, er fram fer í þeirri kennslustundinni. En í vitund þess vakir sektartilfinning, af því að það hefir brugðizt skyldu sinni. Sektartilfinning þess kemur fram í kærulausu orðbragði í garð skólans, mikilmennskulegum gor- geir í hópi félaga sinna, sneypulegum svip og jafnvel flótta inn í skúmaskot, verði einhver af starfsmönnum skólans á vegi þess úti á þeim tíma, er því bar að vera í skólanum. Það þarf ekki neitt sérlega auðugt ímyndunarafl til að gera sér í hugarlund, hverskonar áhrif slíkur skúmaskotaflótti hefir á barnssálina. Þeir foreldrar eða aðrir forráðamenn barna, er enga athygli veita því, hvort barn þeirra er trútt skólanum, eða jafn- vel láta þau á sér heyra, eins og mörg dæmi eru til, að skólinn sé þvingun og skólaskyldan óréttlát, eru með, því að innræta börnunum að svíkjast undan einni fyrstu skyldunni, sem þjóðfélagið leggur þeim á herðar. Sé einhver ó- ánægja í garð skóla eða kennara, er miklu sjálfsagðara að koma henni fram við þá aðila sjálfa. Fáist barn t. d. ekki til að sækja skólann, vegna einhverra þeirra ástæðna, er.stafa af sambúð þess við kennara eða bekkjarfélaga, þarfnast það rannsóknar. Okkur kennurum er það vel Ijóst, að í æði mörgu getur starfi okkar verið ábótavant, eins og reyndar starfi allra dauðlegra manna. En ég trúi því, að þeir sem eitthvað hafa kynnzt störfum okkar, muni hafa sannfærzt um það, að þau störfin eru ekki hin vandaminnstu þeirra, sem unnin eru í þágu þjóðfélagsins. Við þurfum því ekk- ert að furða okkur á því, þótt störf okk- ar sæti gagnrýni áhorfandans. Gagnrýni getur verið holl, og hana fá allir, er einhver opinber störf vinna, og því meiri, sem störfin eru vandasamari. Þeim að- dróttunum, er ég gat um í upphafi þess- arar litlu greinar, er því sjálfsagt að taka með ró og skilningi. Hitt er verra, ef í slíkri aðdróttun kynni að felast angi af lítilsvirðingu á störfum okkar. Slík lítilsvirðing er sprottin af vanþekk- ingu á börnunum sjálfum og öllu er þeim viðkemur, og kemur fram á þeim, sem mest með þeim vinna og því, sem unnið er. Það vantar enn mikið á, að allir skilji það, að þau störfin, sem unn- in eru fyrir börnin, eru störfin í þágu menningarinnar; að allir skilji það, að börnin eru sjálf framtíðin, og að í leik- um þeirra og störfum speglast dýpsta alvara lífsins, æðsta fegurð þess og fram- hald þess á jörðunni. Það virðist svo, að öllum mætti það ljóst vera, og þá ekki sízt forráðamönnum þjóðfélagsins, að á störfum þeirra, er vinna í þágu uppeldis- málanna, hvílir æðimikill þungi. Það er fleira er getur orkað nokkru um það að ala upp góða drengskaparmenn, lög- hlýðna þjóðfélagsþegna og friðsama borgara en margmennt og hálaunað lögregluvald. Stefán Jónsson. Þúsundir vita ad gœfan fylgir trú- lofunarhringum frá Sígurþór, Hafnarstrœti 4

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.