Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 18

Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 18
18 FORELDRABLAÐIÐ trúlega miklum óþægindum og kostn- aði. Auk þess sem þessar löngu ferðir í bæinn tefja mjög tilfinnanlega börn- in frá námi og starfi á bezta tíma dags- ins, því að í myrkrinu kvölds og morgna, er ekki ráðlegt að slíkar ferðir fari fram. Vegna húsnæðisþrengsla skólans, og eins og að framan greinir, verður að nota allan tíma dagsins til starfs í skólanum. Börnin verða að rífa sig upp kl. 7 hvern einasta morgun og fara út í vetrarkuldann og skammdegismyrkr- ið. Slíkt er bæði óhollt fyrir börnin og ónæðissamt fyrir heimilin. Af sömu á- stæðum verður einnig fullur helmingur allra barnanna að vera síðari hluta dags og fær ekki að fara heim fyr en kl. 6 að kvöldinu. Það hafa borizt kvartanir til skólans frá heimilum um það, að börnin missi af heitum mat heima um hádegið og að þar sem systkini eru, séu þau á svo ójöfnum tímum í skólanum, að skólavist þeirra eyðileggi alla reglu um matmálstíma heimilanna. Ég veit, að þetta er satt, og mér þykir þetta mjög leitt. En ég er sannfærður um það, að eins og allar aðstæður eru, þá er stundaskrá barnanna þeim svo hag- kvæm, sem tök eru á. Og jafnvel, þó að hægt væri að veita börnunum sérstakan miðdagsverðartíma, þá gæti ekki nema lítill hluti barnanna notað hann til að fara heim til miðdegisverðar, sökum þeirrar vegalengdar, sem er milli skól- ans og heimilanna. Af sömu ástæðu er það einnig, að yngri börnin eru ekki látin koma í skólann alla daga vikunn- ar, en eru lengur í hvert skipti, sem þau sækja skólann. Sjálft nám barnanna er með líku Xýslátrað Dilkakjöt Jíýtt Xautalijöt Výre.vkt kjöt og margt lleira. K j ötver z)anir Hjalta Lýðssonar HöJurn nœgar birgðir af flestum tegundum ÍI aha i*a SÆLGÆTI, BÖKUN' AREFNI, BAUNIR í dósum og lausri vigt. NIÐURSOÐIÐ FISK' METI, allar fáanlegar tegundir. Gerið jóla-innkanpin hjá okknr Hafnarstræti 16 KordRnuiadnr i góðu úrvali Hentngar tækifærisgjaíir Kaupi gull og silfur. GUÐM. ANDRÉSSON, Laugaveg 50, Sími 3769

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.