Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 17

Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 17
FORELDRABLAÐIÐ Í7 Jón Sígurðsson: Foreldrar, börn og skólinn Sérhver barnaskóli hefur það mjög vandasama verk að inna af höndum, að aðstoða foreldra og heimilin við uppfræðslu og uppeldi barnanna, en vegna ýmsra sérstaklega óhagstæðra aðstæðna hefur Laugarnesskólinn við vandamál að glíma, sem sum hver gætu í fljótu bragði virzt eigi vandaminni né óörðugri en uppfræðsla og uppeldis- starf skólans. Er hér fyrst til að nefna húsnæðisþrengsli skólans, sem nú eru svo bagaleg orðin, að skólastarfið allt bíður stórtjón við. Börnin hljóta af því mikið ónæði og foreldrar óþægindi og aukin útgjöld. Þegar Laugarnesskólinn hóf starf sitt haustið 1935, voru í skólanum alls 6 deildir barna. En nú eru í skólanum fullskipaðar 14 deildir. Strax haustið 1935 vo'ru tilfinnanleg þrengsli í skól- anum, svo að allir geta séð hversu örð- ugt muni nú að koma öllum börnunum fyrir. Að vísu hefur skólinn nú húsið Laugamýrarblett 33 á leigu, en þar eru aðeins 2 litlar stofur. Það þarf sér- staka fórnfýsi kennaranna og frábæra umgengnisprýði þeirra, til að starf skól- ans, í slíkum þrengslum, geti farið vel úr hendi. En þrátt fyrir það, þótt hver stofa, stór og smá, sem skólinn hefur til um- ráða, sé notuð til kennslu frá því kl. 8 að morgni til kl. 6 að kvöldi, hrekkur það hvergi nærri til og skólinn verður að senda stóra hópa af börnunum nið- ur í bæ í leikfimi og handavinnu. Þetta eitt veldur bæði skóla og heimilum ó- Munið að tryggja yður Jóla-Permanentið í tíma. Hringið í síma 5194 Hárgreiðslustofan Kirkjutorgl 4 (KirkjuhYoll) JÓLAGJAFIR LEIKFÖNG og allar aðrar JÓLAVÖRUR Fjöldreyttast og bezt úrval

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.