Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 14
14
FORELDRABLAÐIÐ
Stefán J<»iissoii:
Tvær krónur eða pr jár
Þegar Ríkisútgáfa námsbóka hóf starf-
semi sína, létti þeim vanda af heimilun-
um, er börn áttu í skóla, að velja ög
kaupa námsbækur barnanna. Vanda er
óhætt að segja, vegna þess, að slíku
fylgdi oft ærinn vandi, og jafnvel oft
óþörf fjárútlát. Börnin skiluðu stundum
rangt heim til sín, hvaða bækur þau ættu
að nota, og svo var keypt allt önnur
námsbók, en kennarinn hafði mælzt til.
Þessu fylgdu margskonar óþægindi og
ekki síður fyrir heimilin, er þá urðu að
afla sér nýrrar bókar; kaupa þannig
tvær fyrir eina. Hitt var einnig mjög al-
gengt, að einn kennari kunni bezt við að
nota þessa bók, og annar hina. Yrði nú
færsla milli bekkja eða kennaraskipti á
einn eða annan hátt, gat þessi skoðana-
munur kennaranna leitt af sér ný bóka-
kaup fyrir heimilin. Allt var þetta mjög
eðlilegt. Hver og einn hefir sinn smekk;
sína skoðun og sína vinnuaðferð. Þannig
á það og að vera. Hitt er svo einnig vel
skiljanlegt og jafnframt eðlilegt, að
þetta varð oft til þess að skapa óánægju
hjá foreldrum í garð kennaranna og þá
um leið skólanna. Gat jafnvel farið svo,
að sum börnin væru bókarlaus í lengri
eða skemmri tíma. En með stofnun Rík-
isútgáfunnar þurrkuðust þessir erfið-
leikar burt, og skal nú ekki meira um
þetta rætt.
En auk venjulegra bóka, í hverri grein
námsins, þurfa börnin mjög mikið af
pappír, skrifbókum, litum og ýmsu öðru,
er tilheyrir daglegu starfi skólanna. Og
eftir því sem vinnubókakerfið er meira
notað við kennsluna, þarf meira af öllu
slíku efni. Allt þessháttar verða heimil-
Brennur ekkí aleígan
ef kviknar í hjá yður?
Takið ekki á yður hættuna,
sem er því samfara, að hafa
innbú sitt óbrunatryggt.
í steinsteypuhúsum kostar
hver þúsund króna trygging
á innbúi frá kr. 1.80.
Hringið strax í síma 1700 og
tryggingin er þá í gildi.
Sjdvátryqqi