Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 29
FORELDRABLAÐIÐ
29
og mikilli útiveru. Þessar útiverur gera
námið bæði léttara og skemmtilegra
fyrir börnin, enda er það reynsla okk-
ar kennaranna, að þau börn, sem stunda
vorskólann vel, séu betur hæf, en ekki
verr, til að njóta námsins að vetrinum,
en hin, sem missa af kennslunni í vor-
skólanum. Og yfirleitt tel ég alveg ó-
hætt að treysta kennurunum til þess að
sjá svo um, að börnunum sé ekki íþyngt
með of miklu erfiði.
Þá virðist það einnig nokkuð almenn
skoðun, að börnin geti auðveldlega náð
fullnægjandi árangri í barnaskólanum,
þó að þau sleppi • vorskólanum. í sam-
bandi við það má geta þess, að náms-
tíminn haust og vor samfleytt í 3 ár
verður 6 ipánuðir alls. Á þessa 6 mán-
uði kemur allt að því jafn langur
námstími og 2 vetur, og verður ekki
annað séð en augljóst megi vera, að
einn eða jafnvel tveir tapaðir vetur
hljóti að koma niður á námi barnsins,
og geri því mun örðugra að ná sæmi-
legum árangri af skóladvölinni í heild.
Undanþágubeiðnir frá
skóiavist í vorskólanum.
All mikil brögð eru að því, að for-
eldrar sæki um undanþágu fyrir börn
sín frá að vera í vorskólanum. Algeng-
asta ástæðan fyrir þessum undanþágu-
beiðnum er sú, að senda eigi börnin í
sveit. Þegar þessar beiðnir eru á þeim
rökum byggðar, hafa forráðamenn
skólanna fram að þessu venjulega sinnt
þeim. Þeir líta svo á, að sveitardvölin
sé börnunum svo holl, að ekki sé rétt
að torvelda þeim að njóta hennar. En
foreldrar, sem þannig stytta skóladvöl
barna sinna verða að gera sér Ijóst, að
sveitardvölin verður beinlínis á kostnað
námsins í skólanum.
Barnaíatnaður
Srá Malín
hefir verið reyndur
síðastliðin 15 ár og
aldrei brugðist beztu
vonum.
Prjónastofan Malín
Laugaveg 20
S í m i 4 69 0
Foreldrar!
Hjálpið börnunum yðar
til þess að spara. Gefið
þeim hina smekklegu
SPARISJÓÐSBA UKA
Útvegsbanka íslands h.f.
Þeir fást í 4 litum.
Tilvalin
tækifærisgjöf.