Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 13

Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 13
FORELDRABLAÐIÐ 13 það skálkaskjól, að þeim hafi ekkert verið „sett fyrir“, þegar foreldrar eða aðrir ráðamenn vilja láta þau setjast við nám heima. Þá tel ég áríðandi, að foreldrar fái að vita hið sanna hjá kennara. Mér finnst alveg sjálfsagt, að setja börnunum fyrir og ganga hart eftir því, að þau leysi ákveðin verkefni heima, hvert eftir sinni getu og kunn- áttu. Börnin mega alls ekki komast upp með það, meðan nokkur ráð eru til við því, að svíkjast um þessi skyldu- störf sín. Leikur ekki á tveim tungum, hversu miklu góðu náin samvinna kennara og heimila gætu hér til leiðar komið. Kennslubækur okkar eru flest- ar þannig gerðar, að ætlazt er til, að nemendur kunni nokkurn veginn full skil á efni þeirra til þess að geta haft nægileg not námsins í skólanum. Kennarans er svo að fylla í skörðin, skýra og lífga í ímyndun barnsins það, sem heima var lesið rækilega. Sérstak- lega á þessi heimaþjálfun við í hinum þýðingarmestu námsgreinum, móður- máli, skrift og reikningi. Eðlilegt samstarf heimila og skóla getur því aðeins skapazt, að kennarinn , veki áhuga barnanna fyrir náminu og stuðli að því í kennslu sinni og fram- komu, að þeim þyki skólavistin fýsileg og eftirsóknarverð, þótt hún kosti á- reynslu og nokkra sjálfsafneitun, og hins vegar að heimilin fylgist vel með skólastarfinu og hafi áhrif á það með orðum og gerðum, að börnin virði skóla sinn og leysi af hendi fyrir sett verk- efni. Auk þess sem námið þroskar skiln- ing þeirra, minni og námshæfileika, verður þetta samstarf að miða að því að efla þegnskap barnanna og trúnað og auka á manngildi þeirra. Heimastarfið þarf ekki að hindra hóflega útiveru barna né þrengja á nokkurn hátt að eðlilegu frjálsræði og leikþörf til hress- ingar og tilbreytni. Nú er það auðvitað, að heimilisá- stæður og öll afkoma eru mjög mis- munandi hér í bæ, þroski barna og uppeldisvenjur eru og með ýmsu móti. Vitanlegt er, að mörg börn hafa lítið næði eða aðrar aðstæður til þess að nema heima, en það má með engu móti draga aftur af hinum, sem betur eru sett. Og það er brýn nauðsyn á, að reynt sé að jafna aðstöðuna, t. d. með lesstofum eða á annan hátt. Hér er að- eins óskað eftir, allra aðila vegna, að hver geri það, sem hann getur. Foreldrar og aðrir aðstandendur! Ef þið eruð óánægð með framkomu barna ykkar, nám þeirra og skólann, þá talið við kennarana og helzt þá, sem þið rekið vandræðin til. Áður gerið þið að sjálfsögðu reikningana upp við sjálf ykkur og vinsið úr, eins hlutdrægnis- láust og unnt er, þau mistök, sem rekja má til uppeldisins heima, og reynið að bæta úr þeim. Komið síðan með það, sem skólans er, og honum ber að reyna að bæta sinn hlut. Sé þetta gert með hreinskilni og góðvilja, hlýtur margt að lagast. Það er ódývara að liia heima. Liiiná selur Hjöriur Hjaviarson, Bræðraborgarstig 1 Simi 4256

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.