Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 30

Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 30
30 FORELDRABLAÐIÐ Urval af leikföngnm / a Jólaba*a r Fatabúðarinnar En auk þess, sem börn fara úr skólan- um til þess að fara í sveit, eru líka nokk- ur brögð að því, að þau fara án þess að hægt sé að benda á nokkra sérstaka ástæðu. Virðist valda mestu um það hirðuleysi aðstandenda, einhver ótíma- bær vorkunnsemi eða annað því líkt. Gatan verður aðal dvalarstáður þessara barna, með öllu því óheilnæmi til lík- ama og sálar, sem henni fylgir. Virðist þó augljóst, að skólinn sé hollara um- hverfi en gatan, enda þótt fræðslan, sem hann veitir væri einskis metin. Börnin eru þar í umsjá kennaranna nokkurn hluta dagsins og mætti vænta, að flest- ir kynnu að meta kosti þess. Lenging skólaskyldunnar. Ekki er langt síðan, að skólaskyldu- tíminn var lengdur þannig, að börn voru gerð skólaskyld 7 ára að aldri, þó er árangur hins nýja skipulags í þessu efni Foreldrar! hafið ávallt hugfast, að beztu og hagkvæmustu BARNATRYGGINGARNAR fást hjá Vátryg'gingarskrifstofu Sig'fúsar Sighvatssonar Lækjargötu 2. Reykjavík. Simi 3171. auðsjáanlega farinn að koma í ljós. Lestrarkunnátta 10 ára barnanna er yf- irleitt meiri nú en áður var, og sama er að segja um önnur undirstöðuatriði móðurmálsnámsins. Flestir kennarar líta svo á, að þessi aukni árangur sé fyrst og fremst vorskólanum að þakka og við vonum, að hann eigi eftir að koma betur í ljós síðar, þegar meiri festa verður komin á þetta skipulag og aðstandend- ur barnanna hafa látið sér skiljast, að námið í barnaskólunum fyrir 10 ára aldurinn er engu síður mikilvægt, en eftir þann tíma. Góð samvinna heimil- anna og skólanna er engu síður nauð- synleg á þessu sviði en öðrum. — Starfs- menn skólanna eru boðnir og búnir til að gera það, sem í þeirra valdi stendur uppvaxandi kynslóð til aukins þroska. Foreldrar og aðrir aðstandendur! Gerið líka skyldu ykkar í þessu efni.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.