Foreldrablaðið - 01.02.1943, Qupperneq 7

Foreldrablaðið - 01.02.1943, Qupperneq 7
Foreldrablaðið 7. á,r Febrúar 1943 llciniili. skóli, gata. Bjartsýnir menntamenn, sem kynnzt hafa uppgötvunum sálarfræðinnar á siðustu áratugum, láta oft þá skoðun í ljós, að í þessari nýju þekkingu sé fólgin lausnin á böli og raunum mann- kynsins. Hún gefi fyrirheit um, að hægt sé að ala upp kynslóð, sem laus sé við þá eiginleika, er verstir eru með mönn- unum svo sem: hatur, eigingirni, ótta- semi, tortryggni, illvilja, lífsleiða og á- hugaleysi, en geti í þess stað eflt lífs- þrótt, hamingju, góðvild og skilning. Þessir bjartsýnu menn tala jafnframt um það, að öld sálarfræðinnar muni taka við af öld tækninnar og sálarfræð- in muni valda enn róttækari byltingu á lífi manna og högum en náttúruvís- indin hafa gert. Hvað sem líður hinni miklu trú þess- ara bjartsýnu manna, verður því varla neitað með rökum, að sú þekking, sem sálarfræði nútímans býr yfir, gæti haft öflug áhrif I þá átt, er þeir hugsa sér, væri henni beitt í uppeldi barna. En áður en það verður, yrði þessi þekking að vera almenningseign og menn hafa hug á því að beita henni. Enn fremur þyrftu þá uppeldisskilyrði að breytast til mikilla muna. Það eru ef til vill ekki eintómir draum- órar að gera sér vonir um, að mann- félagið komist á það stig að lifa sam- kvæmt þekkingunni. Það er hægt að benda á dæmi þess, að nokkru hefur verið þokað á leið og það einmitt í efn- um, er varða uppeldið. Þær framfarir, sem orðið hafa á meðhöndlun ung- barna á síðast liðinni hálfri öld, benda ótvírætt í þá átt, að vilji manna sé mikill og almennur á því að hlúa að uppvaxandi kynslóð. Þennan árangur ber efalaust mjög að þakka hinni vel menntuðu læknastétt. Þetta var aðeins eitt dæmi. Því miður eru hin dæmin miklu fleiri, að við lif- um ekki samkvæmt þekkingunni, heldur mjög fjarri henni. Það sannar ekki sízt hinn geigvænlegi fjöldi vandræðaungl- inga, sem vex hér upp í höfuðstaðnum. Ef bæta ætti úr þeirri menningarhneisu, yrði að gera öflugt átak í uppeldismálum bæjarins. Uppeldið er einn af meginþáttum þjóðlífsins, margsamtvinnað öðrum þáttum þess svo sem: efnahag, atvinnu- háttum, menningu, heilsufari og ein- stökum atvikum. Það er ekki einungis háð lífinu í einu landi, heldur geta heimsviðburðirnir haft stórfelld áhrif á það. Það eru því margir aðiljar, sem eru hér að verki. Þó eru oftast nefndir tveir, sem taldir eru ráða mestu: heim-

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.