Foreldrablaðið - 01.02.1943, Síða 9
FORELDRABLAÐIÐ
9
er um að segja, sumt vegna þess að
þekkingin nær ekki til þess, annað vegna
þess að það kostar sérstaka rannsókn
i hverju tilfelli.
Þegar börnin koma í skólann, eru þau
orðin allsjálfstæðar persónur. Þau hafa
tamið sér lífsvenjur, sem þeim eru eigin-
legar, og þau halda þeim áfram alla
stund utan skólans. Þessum lífsvenjum
hefur skólinn svo að segja engin tök á
að breyta. Skólinn er heimur út af fyrir
sig, allólíkur því umhverfi, sem börnin
eiga annars að venjast. Börn geta lært
að hegða sér prýðilega í skóla, þótt þau
hegði sér hvergi vel annars staðar.
Annars er skólanum um fram allt
ætlað það hlutverk að annast uppfræðsl-
una. Hann á að hjálpa barninu til að
öðlast menningu samfélagsins. Lang-
mestur timi fer þar í hina svonefndu
bóklegu fræðslu eða undirbúning að því,
að barnið geti aflað sér slíkrar fræðslu.
Þó er dálítill vísir að verklegu námi. Það
nám mætti þó auka stórum, einkum
fyrir þau börn, sem minna eru gefin
fyrir bóknám. — Góð regla er frumskil-
yrði alls skólastarfs. Án reglu getur ekk-
ert starf farið fram, en reglan er líka
aðeins fyrsta sporið. Skólastarfið veltur
því mjög á því, að börnin séu fús til
þess að beygja sig undir réttlátar og
nauðsynlegar félagsreglur, en það er
aftur mjög komið undir þeim lífsvenj-
um, sem þau hafa tamið sér eða verið
tamin við, áður en þau koma í skólann.
Ekki verður því neitað, að misbrestur
sé á uppeldi barna hér í Reykjavík. Hver
á sök á því? Sumir kenna heimilunum
og aðrir skólunum. Efalaust gætu báðir
þessir aðiljar gert margt miklu betur en
þeir gera, en það er hvergi nærri rétt-
látt að skella allri skuld á þá. Þar eru
Eúnaðarbanki
íslands
- Stofnaðnr með lðgum 14. Jiíní 1029 —
Bankinn er sjálfstæð stofnun undir sérstakri
stjórn og er eign ríkisins. — Trygging fyrir
innstæðufé er ábyrgð ríkissjóðs, auk eigna
bankans sjálfs. - Bankinn annast öll inn-
lend bankaviðskipti, tekur fé á vöxtu í spari-
sjóði, blaupareikningi og viðtökuskírteinum.
- Greiðir hæstu innlánsvexti. -
Aðalaðsetnr í Keykjavfk: '
Austurstræti 9
Útibú á Akureyri.
H.f. Hamar.
Framkvstj.: BEN. GRÖNDAL
Símnefni: Hamar. Símar 1695 (2 línur)
Rennismiðja Logsuða
Ketilsmiðja Loftáhöld
Rafmagnssuða Málmsteypa
Eldsmiðja Mótasmiðja
Aðgerðir á skipum, vélum, mótorum og eim-
kötlurn fljótt og vel af hendi leyst af fagm.
Önnumst uppsetningu á hita- og kælilögn-
um. Ennfremur olíu- og vatnsgeymum.
Miklar birgðir af járni fyrirliggjandi. — Um-
boðsmenn fyrir hið ágæta einangrunarefni:
ROCKWOOL.
Smíðum hraðfrystitæki.
Ennfremur sallakyndara.