Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 11

Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 11
FORELDRABLAÐIÐ 11 Um hvað er meira verf. Það er alkunnugt, að íslendingar, sem dvelja erlendis og hitta ekki landa svo mánuðum skiptir, verða alls hugar fegnir, kunna sér ekki læti fyrir fagn- aðar sakir, er þeir heyra allt í einu móð- urmálið, íslenzkuna, hljóma fyrir eyrum sér. Þeir einir geta gert sér fulla grein þessarar tilfinningar, sem reynsluna hafa. Vér, sem nú lifum í þessu landi, höfum einnig aðra reynslu tengda móð- urmáli voru. Vér heyrum daglega mælt á framandi tungu umhverfis oss,á götum bæja vorra, í farartækjum, og sumir á heimilum sínum. En undarlegast þykir oss þó, er vér heyrum landa vora sjálfa, unga og gamla, mæla hinu erlenda máli eða sletta því að nauðsynjalausu og að því er virðist af fordild, ræktarleysi eða jafnvel fullkominni fyrirlitningu á móð- urmálinu. Hér er auðvitað ekki átt við það, ér íslendingar ræða við setuliðs- menn um nauðsynleg erindi. Ekki alls fyrir löngu sungu nokkrar unglingsstúlkur fáein lög á samkomu 1 Rvík,þar sem aðeins voru íslendingar. Öll kvæðin voru sungin á ensku, og sagði söngstjórinn mér, að þær hefðu verið ófáanlegar til að æfa annað til söngs. Níu ára snáði, sem hvorki var stautlæs né skrifandi og kunni trauðlega að telja á íslenzku, sagði við jafnaldra sinn álíka lærðan: „Kannt þú að telja á ensku? Það kann ég.“ Dæmi þessum lík munu hverjum Reykvíkingi vera tiltæk svo tugum skiptir. Og komið hefur það fyrir, sem ef til vill er alvarlegast, að íslendingar, sem taldir eru menntaðir hafa haldið þvi fram opinberlega, að oss væri fjárhags- lega og menningarlega hentast að læra allir ensku og nota hana sem aðalmál vort. Staðreyndir þessar eru að vísu næsta a-lvarlegt íhugunarefni, þegar þess er gætt, að vér erum hernumin af einni auðugustu og voldugustu þjóð jarðar og eina von vor um framtíðarsjálfstæði og frelsi er bundin við verndun íslenzkrar tungu og íslenzkrar menníngar. En á hitt er þó ekki síður að' líta, að mörgum sinnum fleiri íslendingar, bæði í Reykja- vík og annars staðar, eru dekrinu við enskuna og útlendingana gersamlega andvígir, og það er vafalaust sá hluti þjóðarinnar, sem einnig af öðrum ástæð- um er líklegastur til að vernda og efla íslenzka tungu og íslenzka menningu. En eitt skiptir öllu máli í þessu sambandi: Hvaða afstöðu tekur æsk- an, sem vex upp meðan á hernáminu stendur? Hvernig verður hún undir það búin að helga sér og beita í frelsisstríði sínu eina vopninu, sem henni getur að gagni komið, tungunni dýrmætu, tungu Egils og Snorra, Jónasar Hallgrímssonar og Stefáns G., tungunni, sem alþýða þessa lands hefur alið við hjartarætur sér og sótt til afl og lífstrú í mestu raun- um og hörmungum liðinna alda? Svarið við þessari spurningu, sem þró- un þjóðlífsins lætur í té á sínum tíma, er mjög undir yður komið, foreldar góðir. Sjálfsagt er að gera miklar kröfur til skólanna í þessum efnum innan þeirra takmarka, sem þeim er auðið að upp- fylla. En þær kröfur geta aldrei létt

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.