Foreldrablaðið - 01.02.1943, Page 13
FORELDRABLAÐIÐ
13
amir tali við börnin, og mjög áríðandi
og áhrifamikið að segja þeim sögur og
kenna þeim vísur og kvæði. Má byrja á
því mjög snemma og fer þó auð-
vitað eftir því, hve fljót börnin eru til
máls og annars þroska. Ég hef t. d. vitað
5—7 ára börn heimta kvöld eftir kvöld,
að þeim væru sagðar ákveðnar sögur úr
Snorra-Eddu, eftir að þau höfðu heyrt
pabba sinn segja þær einu sinni. Sama
máli gegnir um ýmislegt fleira úr forn-
sögum vorum og þá þjóðsögur og ævin-
týri margs konar, og er þar af miklu að
taka og erfitt að gefa nákvæmar for-
skriftir.
Stundum er á það minnst og talið
sjálfsagt, að foreldrar hafi ekki tíma til
þess nú á dögum að tala við börn sín,
segja þeim sögur, kenna þeim kvæði.
Þetta er fjarstæða, sem enginn skyni-
borinn maður ætti að bera sér í munn.
Mér er spurn: hafa menn þá tíma til að
matast og draga lífsanda af lofti? At-
vinnu sumra, t. d. sjómanna, er að vísu
þannig háttað, að þeir eru að heiman
tlmum saman. En verða þá ekki sögurnar
þeirra, ef vel er til þeirra vandað, þeim
mun hugstæðari, þegar þeir koma heim
úr löngum og áhættusömum ferðum?
Hitt er annað mál, að enginn getur búizt
við að ná miklum árangri í þessum efn-
um og heldur ekki meðan börnin eru ung,
nema leggja á sig nokkuð erfiði. Menn
verða að lesa talsvert, leggja sig í líma
við að vanda málfar sitt, leitast við að
laða sig eftir áhuga barnanna, sem breyt-
ist eftir aldri o. s. frv. En ég fullyrði,
að hvert foreldri, sem byrjar á þessu
starfi í alvöru finnur launin í sjálfu
starfinu goldin með rentu og renturentu
og lifir heima hjá sér, eða í gönguför með
barni sínu, marga skemmtistund á borð
jJtforciimM'aðtð
ER S TÆRSTA BLAÐ
LANDSINS.
ER LANG BEZTA
FRÉTTABLAÐIÐ.
•
ER FJÖLBRE YTTA S TA
BLAÐIÐ.
Allskonar:
ÚTGERÐARVÖRUR
MÁLNIN GARVÖRUR
VÉL AÞÉTTIN G AR
VERKFÆRI
VERKAMANNA-
FATNAÐUR
SJÓMANNA-
FATNAÐUR
REGNKÁPUR
Bezt og jafnan ódýrast hjá
TERZLUN
O. ELLINGSET H.F.
Síiniiefni: Ellinssen, Iteykjavík