Foreldrablaðið - 01.02.1943, Side 15
FORELDRABLAÐIÐ
15
búast við því, að þegar á barnsaldri hafi
það gengið of seint til hvílu, og haldist
sú venja enn.
„Smekkurinn, sem kemst í ker,
keíminn lengi á eftir ber“.
Ákvæði um útivist barna í Reykjavík,
hafa verið auglýst i blöðum bæjarins nú
síðast í vetur. Reglur þessar er að finna
í 19. gr. Lögreglusamþykktar Rvíkur.
Reglur þessar virðast mér svo sann-
gjarnar, og kröfum í hóf stillt, að okkur
beri, allra hluta vegna, að fylgja þeim,
að jafnaði. Heimili og skólar ættu að
kynna börnum þessi ákvæði.
Hvað mælir með því, að börn, yngri
en 12 ára, séu úti á götum og strætum
eftir kl. 8 á kvöldin vetrarmánuðina?
Ég held, að þó, að í sveit væri, hafi börn á
því aldursskeiði, yfirleitt ekki verið úti að
leikjurn eða starfi, lengur á vetrum.
Sama er að segja um börn 12—14 ára.
Það virðist allt mæla með því, að þeirra
útivist sé lokið kl. 10 á kvöldin. Mörg
þeirra þurfa, vegna skólagöngu, að fara á
fætur kl. 7y2 að morgni. Það er sama,
hvort við lítum á þetta mál með líkam-
lega eða andlega heilbrigði barnsins í
huga.
Svefn fyrri hluta nætur er öllum holl-
ari, segja heilsufræðingar. Oft er rætt
og ritað, einkum nú á siðustu árum,
um eflingu heimilismenningar í landi
hér. Gott er á það að hlýða og um það
að lesa, en bezt held ég væri eitthvað
að gera í þessu efni. Heimilin þurfa
I
eins og kostar er að hafa traust og gott
samband við börn sín. Heimilin þyrftu
flest að vera þannig, að börnunum þyki
gott að vera heima. Það skal viðurkennt,
að hér kemur eitt stórt atriði ásamt
fleirum til greina, það er húsnœðið. Mér
virtist í vetur, er ég athugaði nokkuð
V í N 1 JR
ER EEZTA
DAGBLAÐIÐ
Ódýrasta dagblaðið
Aðeins 4 krónur á mánuði
Bezta fréttablaðið
Geríst áskrifendur
Sími 1660
útivist barna í bænum, að minnst væru
börn seint á ferli í þeim hlutum bæjar-
ins, sem betra er húsnæði í: Þó er annað,
sem ekki er minna um vert, hið andlega
samband barnsins við heimilið. Gott
samkomulag, skilningur á athöfnum og
áhugaefnum barnsins, þarf að ríkja. Þá
munu heimilin verða máttug til þess að
vernda börn og unglinga frá óhóflegri
útivist og göturápi, sem hefur í flestum
tilfellum skaðvænleg áhrif á andlega
og líkamlega hreysti þeirra.
• Engin tæmandi rök eru færð • fyrir
þessu hér, en tilefni gefast nú næg á
síðustu tímum ,til þess, að við athugum
þessi mál með alvöru og í einlœgni.
Okkur ber skylda til þess, hvert á sínum
stað, að skapa fegurð og samræmi í bæj-
arlífið, svo að hér verði á allan hátt
gott að vera fyrir börn og unglinga.
Ég vildi með línum þessum benda á
eitt atriði þessu til stuðnings, að útivist
barna hér í bæ sé stillt í hóf, þeim sjálf-
um og heimilum þeirra til velfarnaðar.
Jónas Jósteinsson.