Foreldrablaðið - 01.02.1943, Page 16

Foreldrablaðið - 01.02.1943, Page 16
16 FORELDRABLAÐIÐ Sundnrlyndi og samtök. Flokkadráttur og sundurlyndi íslend- inga hefur oft verið á orði haft, hæði fyrr og síðar. Þjóðin á ýmsu að venjast af því tæi og verður sjaldan uppnæm, þótt kastast vilji í kekki milli manna og hnútur fljúgi um borð. Þó ofbauð mönnum alveg það, sem við bar nú fyrir skömmu. Það skýtur varla mjög skökku við, þótt sagt sé, að alþjóð hafi sett hljóða við það, sem kom á daginn: í samfleyttar sex vikur höfðu alþing- ismenn leitast við að mynda nýja ríkis- stjórn. Og öllum var þeim auðvitað ljóst, að stjórnarmyndunin var knýjandi þjóðarnauðsyn, sem enga þoldi bið. Samt þæfðist málið fyrir þeim í hálfan ann- an mánuð með þeim endalyktum, sem öllum eru kunnar. Svo rammar reynd- ust flokksviðjur og sundurlyndið magn- að, að á hvorugt bitu nokkur vopn, og hin knýjandi þjóðarnauðsyn varð að lúta í lægra haldi. Það var þá, sem menn setti hljóða, því að þessu hafði enginn búizt við. Sigur sundrungarinnar hafði ekki orðið jafn geipilegur og áberandi um langa hríð. — En samtakaleysið vinnur óhappeverk sín víðar. Úlfúð og tortryggni gera ó- spart seið að okkur öllum, glepja okkur sýn og espa okkur út í orðasennur, ýf- ingar og til alls konar slegg'judóma meðan margt nauðsynjamála bíður, vanrækt eða óleyst með öllu hér og þar. Smámunirnir skyggja löngum á hið mikilvæga, svo að það gleýmist eða nýt- ur aðeins hálfrar athygli og hangandi handa. Tökum til dæmis uppeldis- og fræðslu- mál. Mundi þar ekki all víða á því bóla, að eining og samtök skorti vegna ýf- inga og athugaleysis um það, sem mestu skiptir máli? Og ósamkvæmni milli orða og framkvæmda verður stundum átak- anleg. Allir munu sammála um það, að börn- in sé dýrmætasti auður hverrar kyn- slóðar. Og í orði kveðnu er enginn á- greiningur um það, að uppeldi og fræðsla barnanna sé eitthvert mikilvægasta mál þjóðarinnar. En í reyndinni verður þó annað æði oft uppi á tening. Eins og öllum er ljóst, er uppeldi og fræðsla barna einkum á vegum tveggja aðilja: foreldra og kennara. Engir hafa ábyrgðarmeira og mikilvægara starf með höndum og engir skyldi að öðru jöfnu meir metnir en þeir. Æði oft verða þó foreldrar þess varir, þótt allt sé mein- fangalaust, að barnseign sé talin mesta mannskemmd eða hálfgerður glæpur og enginn er stundum eins óvelkominn í þennan heim og litli hvítvoðungurinn, sem býr þó ef til vill yfir auði, sem varpað gæti ljóma yfir heila þjóð. Það þykir og enn í dag engin virðingarstaða, að kenna krökkum og enn fá barnakenn- arar sums staðar brauð sitt með eftir- tölum og laun þeirra votta það, að störf þeirra sé minna metin en verk sótar- anna hérna í Reykjavík. Þetta er að vísu ónotaleg staðreynd. En hún er þarft íhugunarefni fyrir þá, sem telja börnin dýrmætasta auðinn og uppeldisstörfin mikilvægustu verkin. Og eru það ekki i rauninni allir, sem líta þannig á? Og ættu þeir þá ekki að taka

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.