Foreldrablaðið - 01.02.1943, Side 27

Foreldrablaðið - 01.02.1943, Side 27
FORELDRABLAÐIÐ 27 stundvísi eru gerðar út frá því sjónarmiði, að allt séu þetta fagrar dygðir, sem beri skilyrð- islaust að efla. Það væru líka svik við þá for- eldra, sem alið hafa börn sín upp við þessar dygðir, ef skólinn yrði til þess að brjóta þær niður. Þau börn og þau heimili, sem brjóta þess- ar reglur, verða að skilja það, að þau baka sér vanþóknun skólans. Kurteist barn, hreinlátt og stundvíst á siðferðilegan rétt til þess að krefjast hins sama af öðrum börnum. Þessar dygðir geta ekki þrifizt nema í umhverfi, þar sem þær eru almennt viðurkenndar. Til hvers er t. d. fyrir eitt barn að koma hreint, þar sem allt veður í sóðaskap? Skólinn verður því að vernda snyrtimennin gegn sóðunum. Hann verður að snúa alverlega máli sínu til þeirra heimila, sem vargar eru í véum í þessum efnum. Sendiö börnin lirein og snyrtileg í skólann, leggið ríka aherzlu á kurteisi og Jylgizt með stundaskrán- um og minnið börnin á, hvencer þau eiga að sœkja skólann. Húsnæðið og leikvöllurinn. Þrengslin, bæði úti og inni, eru höfuðvanda- mál þessa skóla. Þau eru hinn versti hemill á allri starfsemi hans. Skólahúsið var aldrei ætlað nema 600—700 börnum og það eftir kröf- um löngu liðins tíma. En nú eru hér sem sé 1500 börn. Vegna þrengslanna verður skóla- tíminn svo óhentugur fyrir börnin og dagurinn allur sundurslitinn. Vegna þrengslanna er ekki heldur hægt að hafa neina félagsstarfsemi með börnunum, sem þó væri mjög nauðsynleg. Vegna þrengslanna á leikvellinum er ekki hægt að hafa skipulagða leikstarfsemi. Þar lendir því allt í þvögu og árekstrum. Góður leikvöllur mundi auka mjög ánægju og yndi barnanna af skóla- vistinni, í stað þess sem stundahléin eru jafn- vel sumum þeirra nú til ama og leiðinda. — Þá hefði skólinn nauðsynlega þurft að fá sundlaug til umráða í nágrenni sínu. Eins og sundnáminu er nú fyrir komið, verður það til þess að eyði- leggja ótrúlega mikið af annarri kennslu. Skólastjórinn. Laugarncsskólinn Nemendur. Við tal á börnum í deildum skólans um miðjan desember reyndust að stunda nám í skólanum §ko á börn, unglinga og fullorðna, verður bezt að kaupa hjá okkur. Verksmiðj uútsalan GEFJUN — IÐUNN Aðalstræti Höfum oftast fyrirlíggjandi: Hanzkaskinn, Bókbandsskinn, Húsgagnaleður, Töskuskinn, Vatnsleður, Beltaleður. Saum margar teg., Tvinna og margs konar efnivörur til skó- smíða. Ennfremur: Skóáburð, bón, leðurfeiti. Leðurverzlun Magnúsar Víglundssonar Garðastræti 37 — Pósthólf 876 Sími 5668. — Reykjavík. ,

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.