Foreldrablaðið - 01.02.1943, Qupperneq 30

Foreldrablaðið - 01.02.1943, Qupperneq 30
30 FORELDRABLAÐIÐ Leikfimi fer fram í húsi Jóns Þorsteinssonar. En vegna húsnæðisþrengsla fá ekki nærri öll börn skólans leikfimi í vetur. Handavinna drengja fellur niður af sömu á- stæðum nema í 12 og 13 ára bekkjum. Söngkennsla fellur alveg niður í vetur, en bekkjakennarar flétta einraddaðan söng inn í kennsluna, þegar tækifæri gefst. Bókasafn barnanna hefur eflzt mjög í vetur. Er það að þakka ríflegum tillögum foreldra almennt. Þakkar skól- inn þann góða hug, sem foreldrar bera til skól- ans og lýsir sér í þessu, eins og reyndar mörgu öðru. Ungliðadeildir Rauða Kross íslands eru nú starfandi í öllum bekkjum skólans. Venjulega er fundur hálfsmánaðarlega í hverri deild. Er þá rætt um hreinlætis- og heilbrigðis- mál eða lesið upp, sögur og kvæði. Ef bömunum er kunnugt um veik börn, hjálpast þau að að gleðja þau á einn eða annan hátt. Væri það mjög kærkomið, ef skólinn fengi að vita um ef börn- in gætu einhvers staðar rétt líknarhönd eða glatt eldri eða yngri. Mætti senda slíka vitn- eskju til skólastjóra eða Gunnars Guðmundsson- ar, sem er framkvæmdarstjóri Ungliðastarfsins í skólanum. Börnin búa yfir ótrúlegu hugsæi og starfsorku, og hvert nýtt tækifæri eflir þau til nýrra dáða. Að vísu fer nokkur tími í Rauða kross starfið í skólanum, en honum er ekki illa varið, öðru nær. Þegar börnin eru að vinna að Rauða kross starfinu, eru þau einna líkust blóm- um, sem opnast og anga af lífsgefandi krafti sumarsólarinnar. Fullnaðarprófsbörnin. Á næsta vori vonum við, að ný börn útskrif- ist úr skólanum eins og ætíð áður. Venjulega kveðjum við kenararnir þessi börn með trega en fögnuði þó, af því að þá bíður þeirra lífið, starfið og þroskinn. En á þessu vori er hætt við, að nokkur kvíði verði blandinn kveðjunni. Kvíði um hversu rætist um framtíð þeirra á þessum óræðu tímum. Eins mun ég þó fyrst og fremst biðja þeim til handa: starfs og atvinnu. Ég vona, að foreldrum sé ljóst, að mesta blessun ung- mennisins er starfið. Þess vegna verði lagt kapp á, að hvert ungmenni eigi kost á hollu starfi Hreinar, hvítar og fallegar T E N N U R prýða. Gott tanncrem á bæði að hreinsa tenn- urnar og varðveita þær fyrir skemmdum. Notið RÓSÓL ianncrem Á hverju heimili, þar sem hreinlætis er gætt í hví- vetna, nota húsmæðurnar ávallt hreinlætisvörurnar, sem spara henni fé, flýta fyrir húsverkunum, eru óviðjafnanlegar að gæðum og setja „glansinn“ á heimilið, en það er: BRASSO fægilögur SILVO silfurfægilögur Windolene glerfægilögur HARPIC W. C. lögur RECKITTS blámi Fœst í öllum verzlunum

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.