Foreldrablaðið - 01.02.1943, Side 35

Foreldrablaðið - 01.02.1943, Side 35
FORELDRABLAÐIÐ 35 Liösr iiiii fræðsln barna. Foreldrablaðinu þykir hlýða að birta hér nokkur ákvæði úr fræðslulögunum og reglugerðum skólanna varðandi skóla- skyldu og fleira. Það er ekki laust við, að sumum foreldrum muni harla óljóst, hvað eru gildandi lög í því efni, er þeir jafnvel taka skólaskyld börn úr skól- unum og ráðstafa þeim á sitt eindæmi. Lög um fræðslu barna. 1. gr. Öll börn á landinu eru skólaskyld á aldrinum 7—14 ára. Skólaskyldan hefst 1. maí það almanaksár, sem barnið verð- ur fullra 7 ára, og endar með fullnaðar- prófi það ár, sem það verður fullra 14 ára. 3. gr. Skólanefnd má veita undanþágu frá skólavist, ef trygging þykir vera fyrir því, að barn fái lögmælta fræðslu þrátt fyrir undanþáguna. Skólanefnd má veita heimild til fulln- aðarprófs börnum, sem eru yngri en 14 ára, þegar tryggt er, að barnið njóti framhaldsfræðslu til fulls 14 ára aldurs. Heimilt er skólastjóra, í samráði við fræðsluráð eða skólanefnd í kaupstöðum. að undanþiggja börn, sem ekki taka fullnaðarpróf, skólavist eftir 1. maí vegna sumardvalar, enda sé kunnátta barnsins og aðrar ástæður ekki til fyrir- stöðu. Skólanefnd varnar þeim börnum skólavistar, sem að dómi skólastjóra og kennara eru óhafandi með öðrum börn- um sakir siðleysis eða einstakrar óhlýðni. Þau börn eru undanþegin skólaskyldu, sem samkvæmt vottorði læknis skortir andlega eða líkamlega hæfileika til að stunda nám með öðrum börnum. 8. gr. Nú óhlýðnast framfærandi skólaskylds barns fyrirmælum þessara laga, og varð- ar það dagsektum, 2—5 kr., eftir úrskurði valdsmanns. Sé um alvarlegt brot að ræða, getur skólastjóri skotið málinu til barnaverndarnefndar tilfrekari aðgerða. Reglugerð fyrir barnasJcóla l ReyJcjavík. 10. gr. Börnin skulu vera úti í stundahléum, þegar veður leyfir að dómi kennara. Valdi nemandi skemmdum á skólan- um eða því, sem honum er viðkomandi, er framfærendum hans skylt að bæta skaðann. 11. gr. Börn skulu hafa með sér bækur og önnur áhöld, sem með þarf, eftir fyrir- mælum kennara. Nú verður misbrestur á því, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli kenn- arans, skal hann þá leita til skólastjóra, en skólastjóri til skólanefndar og er henni skylt að bæta úr þessu. Kostnað- ur, sem af þessu leiðir, skal greiddur úr bæjarsjóði, sem önnur gjöld til skóla- halds, en endurkröfu á hann á hendur framfæranda barnsins, sé efnaleysi ekki um að kenna. 13. gr. Geri barn sig sekt um ósæmilegt at- hæfi eða brjóti í bága við settar reglur skólans og fyrirskipanir og láti ekki skip-

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.