Foreldrablaðið - 01.02.1943, Qupperneq 41

Foreldrablaðið - 01.02.1943, Qupperneq 41
FORELDRABLAÐIÐ 41 Sláturfélag Suðurlands Reykjavík, Sími 1249 Símnefni: Sláturfélag Landsins fnllkomnasta nrval af alls konar nýju, frosnu, reyktu og söltuðu kjöti, niðursuðuvörum, áskurði á brauð. Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur. færa leiðin til þess að gera athöfnina þess eðlis, að hendur barnsins fái eitt- hvað að gera. 4. Þá er að minnast á leiki, sem barnið iðkar til að fullnægja sköpunarþörf sinni. Barnið er fundvíst á efni til að fullnægja þeirri hvöt. Og það er líka nægjusamt, því að efnið, sem það velur sér, er oftast einskisvirði í augum full- orðna fólksins. Inni breytir barnið úr- kasts bréfum í báta, flugvélar og brúðu- föt. Úti býr barnið til furðulegustu hluti úr sandi, mold, snjó, spýtnarusli, torfu- sneplum o. s. frv. Við þessa leiki gleymir barnið stund og stað, því að leikþörf þess knýr það til starfa, vegna athafnarinnar, fyrst og fremst. En að slíkum sköpunarleikjum eykur barnið hæfni sína og þroska á undraverðan og dularfullan hátt. Það beygir hendurnar til hlýðni vegna sköp- unarstarfsins. Það samstillir hönd og auga, og fylgir um leið þroskaleiðinni frá höndinni til hugans, sem uppeldisfræð- ingar telja einhverja þroskavænlegustu námsleið fyrir alla, jafnt yngri sem eldri. Og með leikjum þessum þroskast heila- stöðvar barnsins með undraverðum hætti. Barnið sjálft lék sér óafvitandi um allt þetta, af beinni athafnaþörf, frjálst og óháð, en þó hugfangið og gagntekið. Og það, sem vísaði veginn, var eðli barnsins, sem fékk að njóta sín í ræktandi umhverfi. 5. Að lokum er að geta þeirra leikja, sem gera barnið voldugt og sterkt, í ímyndaðri mynd, gagnvart umhverfinu, fullorðna fólkinu og hvert gagnvart öðru. Þá leikur barnið að geta með auð- veldum hætti ráðið t. d. við dauða hluti,

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.