Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 42
42
FORELDRABLAÐIÐ
Foreldrar!
Það er vísindalega sannað, að
Freyjn snkknlaði
er mjög hollt og nærandi —
í skammdeginu ættuð þér þess vegna að gefa
börnum yðar Freyju súkkulaði daglega, svo að
þau fái notið hinna dásamlegu áhrifa þess.
öðrum, mannlegum verum óviðráðanlega.
Þau glíma við höfuðskepnurnar og
breyta veðri með einni handaútréttingu.
Og mikil er smæð þeirra fullorðnu, þegar
barnið er í slíkum ham. Þriggja ára snáði
var með pabba sínum úti á hlaði og varð,
af einhverjum ástæðum, skapbrátt við
hann. Hljóp drengur þá öskrandi inn í
fordyri hússins og lokaði rækilega á eft-
ir sér. Þegar faðir hans gekk inn skömmu
seinna, stendur strákur stífur uppi við
vegg og mælir til föður síns svohljóðandi,
af miklum þjósti: „Ha e loka, havvu út“.
(Það er lokað, farðu út).
Að síðustu skal svo minnt á, að það
er ekki aðeins smábarnið, sem leikur
sér, heldur einnig skólabarnið og ung-
lingurinn. Og rneira að segja fullorðna
fólkið leikur sér og hefur gott af því. En
við eldri ævistigin er leikurinn ýmist
skipulögð dægradvöl eða þá iþrótt.
íþróttafrömuðir hafa borið gæfu til að
taka leikinn í þjónustu notadrjúgrar
líkamsþroskunar.
Dæmin hér að framan ættu að nægja
til þess að sýna, að frjálsir og heil-
brigðir leikir hafa ómetanlegt þroska-
gildi, sem ekki verður bætt upp með
öðru.
Leikurinn og leikskilyrði fyrir barnið
eru þvi jafnnauðsynleg og maturinn,
sem það nærist af. Leikurinn er, lengi
vel, hin eina starfsemi barnsins. Leikur-
inn vekur áhuga, kallar fram krafta og
stuðlar að því að beina þeim á heppi-
lega leið. Þannig beizlast oft dýrmæt
orka, sem verður barninu lyftistöng á
þroskabraut þess. í leiknum lærir barn-
ið að þekkja hlutina og samstilla sig
umhverfinu. Að leik meðtekur það