Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 3

Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 3
1. tölublað 9. árgangur ForeldrablaSið marz 1945 Útgefandi: Stéttarfélag barnakennara r Reykjavík Tillögur um skólamál Ritnefnd Foreldrablaðsins hefur beðið mig að skýra frá þeim tillögum, sem milli- þinganefnd í skólamálum hefur á döfinni. Ekki er kostur að gera því máli rækileg skil í stuttri grein. Mun ég því eingöngu velja þau atriði, sem ég vænti, að allur þorri foreldra í Reykjavík beri einkum fyrir brjósti. Undanfarin ár hef ég átt viðræður við marga foreldra hér í bæ um nám barna þeirra. Hefur margt borið á góma og ýms- ar óskir og umkvartanir verið fram færðar við mig, sumar almenns eðlis, aðrar bundn- ar einstökum börnum. Hinar almennu kvartanir hafa verið þessar helztar: 1) Að skólarnir skuli ekki taka fyrr við börnunum, eða öllu heldur að ekki skuli vera til opin- berir smábarnaskólar. 2) Að það nám, sem börnum er ætlað fjögur fyrstu árin í barna- skóla, sé alltof lítið, börnin gangi hálfiðju- laus og eyði tímanum sér til lítils gagns og jafnvel til óþurftar. 3) Að stundaskrár séu Ármann Halldórsson mjög óhentugar og sundurslitnar, börnin hringsóli í sífellu milli skóla og heimilis, verði þá margt til að glepja þau; enn fremur að lítil börn séu kölluð í skóla kl. 8 að morgni. 4) Hve erfitt sé að koma börnum til framhaldsnáms vegna ónógs undirbún- ings úr barnaskóla, en þó einkum vegna þess að nægir framhaldsskólar skuli ekki vera til. Ég tel allar þessar kvartanir reistar á miklum rökum, þó að því fari fjarri, að í þeim felist allir þeir annmarkar, sem eru að mínum dómi á barnafræðslunni hér í bæ, hvað þá víða um landið. Hennar bíða mörg óleyst vandamál. En reykvíkskir for- eldrar finna efalaust mjög til þeirra agnúa, sem nú hafa verið nefndir. Þarna kreppir skórinn. Nýjar tillögur um skólamál munu því vekja hjá þeim spurningar á þessa lund: Hvernig verður séð fyrir námsþörfum barna innan 7 ára aldurs og fyrstu árin í barna- skóla? Verður daglegur skólatími valinn FORELDRABLAÐIÐ 1

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.