Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 7
Jón Sigurðsson:
Félagslíf barna í skólum
Félagslíf barna í skólum er eitt þeirra við-
fangsefna skólanna, sem sérstaklega snerta
uppeidið, þó að uppeldi og fræðsla barnsins
fari ávallt að einhverju leyti saman.
Málið er þó of umfangsmikið til þess, að
hægt sé að gera því skil í stuttri grein. Þess
vegna mun ég í þetta skipti aðeins ræða um
einn félagsskap skólabarna. Það er að segja
ungliðastarf Rauða Krossins.
Ungliðastarf Rauða Krossins í barnaskól-
um hefur tíðkazt víðs vegar um heim undan-
farna áratugi, og starf ungliðadeildanna hef-
ur mjög víða borið blessunarríkan árangur.
Hér á landi voru U.R.K.I., þ. e. Ung-
liðadeildir Rauða Kross íslands, stofnaðar 30.
október 1939 á 29. dánardegi Henry Dunant,
en hann stofnaði alþjóðlega Rauða Krossinn.
Ungliðastarf íslenzku barnaskólanna er á
byrjunarstigi, svo að ekki er enn hægt að
dæma um árangur þess. En enginn vafi er á
því, að tilgangur ungliðastarfsins er bæði
hollur og göfgandi, og ég er sannfærður um,
að vettvangur ungliðastarfsins er í barnaskól-
unum, enda fellur ungliðastarfið mjög vel
inn í störf og nám skólans.
Það má að vísu deila um, hvort allur fé-
lagsskapur barna á skólaskyldualdri ætti ekki
að vera eingöngu í barnaskólunum.
Eg hef t. d. alveg nýlega talað við bind-
indisfrömuð, sem stjórnar og heldur uppi
starfi í tveimur barnastúkum, og hann full-
yrti, að bindindisstarf barnanna ætti að vera
í sjálfum barnaskólunum og aðeins þar. Bæði
vegna þess, að í skólanum væri von um meiri
og betri árangur, og svo væri hætta á, að
börnunum yrði íþyngt um of, ef mörg félög
með ólíkum áhugamálum toguðu t börnin
hvert um sig.
Ég veit nú ekki, hvert álit foreldrar hafa
á þessu. Ef til vill trúa sumir foreldrar
einstökum félagafrömuðum betur fyrir fé-
lagslegu uppeldi barna sinna en kennara
barnsins síns. En þó held ég, að ástæðan liggi
fremur í því, að aðrir ganga meira fram fyrir
skjöldu. Hitt mun líka órannsakað, hvort
kennarar almennt væru reiðubúnir að
taka að sér allt félagslegt uppeldi barnanna.
Ég er þó sannfærður um, að fjölmargt af
því efni, sem er um hönd haft á fundum
í félögum barna, væri auðveldlega hægt að
fella inn í almennt fræðslu- og uppeldisstarf
barnaskólanna.
Mörg félög fullorðinna munu leggja hart
að sér við störf í barnafélögunum í þeirri
von, að börnin muni þá ganga inn í þeirra
félag, þegar barnæskunni sleppir. En þessu
mun fjarri fara um flesta, því að unglingar
vilja yfirleitt ekki vera í neinum félagssam-
tökum. Unglingurinn vil eiga sína persónu-
legu vini aðeins og vera í fámennum hópi
þeirra.
Það væri mál út af fyrir sig, að ræða um
þessi efni. En ég mun nú víkja máli mínu
aftur að ungliðadeildunum og starfi þeirra.
Rauði Krossinn vinnur að hvers konar
líknarstarfi og fræðslu almennings um hjálp
og hjúkrun, þegar meiðsli eða slys bera að
höndum. En starf ungliðadeildanna er fyrst
og fremst að kenna börnunum að þekkja
og meta hollar lífsvenjur og temja þeim að
lifa samkvæmt þeim venjum. I ungliða-
deildunum eru börnunum kenndar allar
helztu reglur, sem stuðla að almennu heil-
brigði, og þau eru jafnframt vanin við að
halda heilbrigðisreglurnar. Á fundum ung-
FORELDRABLAÐIÐ 5