Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 26
Foreldrablaðið hejur nú senn kpmið út í heilan tug ára, og það hefur verið
sent heim á heimili foreldra allra sþólabarna í Reyþjavíþ. Kennarar barnaskólanna
í Reykjaví\ hafa annazt útgáfu blaðsins.
Með blaðinu höfum við viljað rceða við foreldrana um börnin þeirra og
unglingana, um samstarf foreldra og \ennara og um aðstoð \ennaranna og s\ól-
anna við uppeldi og frceðslu barnanna.
Hingað til hafa \ennarar og aðrir uppeldisfrceðingar einir s\rifað blaðið. En
með því móti hefur aðeins verið rcett um börnin og uppeldið frá þeirra hlið.
A ncesta hausti, er \ennsla hefst, mun \oma út annað tölublað þessa árgangs.
1 það blað verður einnig te\ið á móti stuttum greinum og athugasemdum frá
foreldrum og aðstandendum barnanna.
Kennarar og foreldrar, sem œtla að s\rifa í ncesa tölublað Föreldrablaðsins,
sendi greinar sínar til ritstjórnarinnar fyrir 14. júní n.\., pósthólf 96.
Ritstjórnin.
vörnum gegn, og er slíkt að jafnaði, a. m.
k. í orði kveðnu, metið nokkurn veginn að
verðleikum. En hvers konar sjákdómar, án
tillits til beinnar sýkingarhættu, mæða svo
þungt á heilbrigðum venzlamönnum og öðr-
um aðstandendum sjúklinganna, að allt,
sem verða má til þess að draga úr sjúk-
dómsböli þeirra, hlýtur að metast aðstand-
endunum til meiri eða minni hagsbóta og
þá í þeim skilningi einnig þeim til heilsu-
verndar. Æði oft nálgast þetta jafnvel beina
heilsuvernd, og eins þó að til beggja vona
geti brugðið um lækninguna, svo sem þeg-
ar létt er af heimilum umönnun erfiðra
sjúklinga, sem er að verða andleg eða lík-
amleg ofraun aðstandendum, þó að heil-
brigðir eigi að teljast. Sjúkrahús eru því í
þessum skilningi jafnframt heilsuverndar-
stöðvar fyrir miklu fleiri en þá, sem þurfa
sjálfir að leita þar hælis, og almennar sjúkra-
tryggingar og opinber framfærsla sjúklinga
einhverjar merkustu heilsuverndarstofnanir.
Gildi sjúkrahúsa fyrir hina heilbrigðu er og
meðal annars í því fólgið, hverjar menning-
arstöðvar þau geta verið, að því er tekur
til þrifnaðar, heilsusamlegs mataræðis,
reglubundinna heimilishátta, virkra en öfga-
lausra sóttvarnaraðgerða og hvers konar heil-
brigðisuppeldis. I vel reknu sjúkrahúsi fer
látlaust fram sýningarkennsla í öllu þessu
og tekur langt fram áhrifamestu prédikun-
um, hvort heldur er í ræðu eða riti. Fyrir
hin almennu viðskipti manna nú á tímum
við sjúkrahús ná áhrif þeirra smátt og smátt
að berast beint eða óbeint til flestra heimila.
Eg hef mér til mikillar ánægju orðið var
þessara uppeldisáhrifa sjúkrahúsa meðal al-
mennings, en efast um, að þau hafi vakið
maklega athygli. Og víst mun skorta á, að
forráðamenn allra sjúkrahúsa, læknar þeirra
og annað starfsfólk, geri sér nægjanlega ljóst,
hverju menningarhlutverki þau eiga hér að
gegna og til hverrar ábyrgðar þau eiga að
svara einnig í þessu efni.“
Menn ættu vel að festa sér í minni þessi
viturlegu orð landlæknisins. J. S.
24 FORELDRABLAÐIÐ