Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 23

Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 23
hér nokkuð á. En einstöku börn koma þó oft of seint og bera ýmsu við: „Klukkan er of sein.“ „Eg var ekki vakin(n) nógu snemma." „Það voru gestir í gærkveldi, og ég fór seint að sofa.“ „Ég fór í sendiferð fyrir mömmu“ o. s. frv. Ein ástæða, slór á leiðinni í skól- ann, er sjaldan nefnd, þótt sú sé stundum or- sökin. En hver sem orsökin er, fer ekki hjá því, að barn, sem kemur of seint, trufli börnin, sem fyrir eru, og valdi þannig skemmri eða lengri töf. Ostundvísin er skráð í dagbók bekkjarins við nafn barns- ins auk þess, sem það hlýtur áminningu, þótt stundum bæri fremur að víta og áminna foreldrana en barnið. Foreldrar, skólanum tekst ekki einum og óstuddum að kveða niður þessa ómenningu. En með ykkar aðstoð má það takast. Og engum verður það til meiri heilla en börn- unum. Allir munu skilja, hve slæmt það er, þeg- ar barnið gleymir heima bók, ritblýi, strok- leðri eða öðru, sem það þarf að nota í dag- legu starfi. En þetta hendir sum börn ótrú- lega oft. Afleiðingar þessarar gleymsku eða öllu heldur hirðuleysis eru hinar sömu og óstundvísinnar — tafir. Hvert barn veit, að það þarf daglega að nota ritáhöld, og á stundaskránni sér það, hvaða bækur þarf daglega að nota. Geri barnið sér það að venju, að líta á stunda- skrána, áður en það fer í skólann, og gæta síðan í töskuna sína til að vita, hvort allt er í henni, sem það þarf að nota, gieymir það aldrei neinu. Þessi regla er svo ein- föld, að engu barni ætti að vera ofvaxið að læra hana. En það er reynt, að sum börn eiga erfitt með að temja sér hana. Hér verða for- eldrar því að koma á móts við skólann og stuðla að því, að börnin venjist reglusemi í hvívetna. Það myndi skila öllum aðilum meiri árangri og ánægju og barninu betri framtíðarmöguleikum. Þá ættu foreldrar að brýna það fyrir börn- um sínum, að fara vel með bækur sínar og áhöld, en á því er mikill misbrestur. Sum börn eru varla búin að fá bók í hönd, fyrr en hún er orðin óhrein og eftir nokkra daga rifin og velkt. Hér er enn eitt, sem skólinn getur ekki til fulls unnið bug á, nema í samvinnu við foreldrana. Kenna þarf barninu að fara vel með bækur frá því það fyrst fær bók í hönd til að læra að lesa eða fyrr. Sóðaleg meðferð á bókum er engu betri en annar sóðaháttur — og sóðaháttur er ómenning. Fyrir kemur, að íoreldrar kvarta yfir því, að barnið læri lítið, þ. e. lítið, miðað við greind þess. Stundum er þetta á rökum reist, stundum ekki, eins og gengur og ger- ist. En einnig hér á skólinn í vök að verjast, því að hann getur ekki haft eftirlit með heimavinnu barnsins. Það getur enginn, ef foreldrarnir geta það ekki. Hér er því þörf samvinnu. Börn segja furðu oft, að þau þurfi ekkert að læra heima og sennilega nokkru oftar en kennarar fá vitneskju um. Beri barn slíkt á borð, ættu foreldrar að inna kennara þess eftir, hvort rétt er með farið, og oftast mun svo ekki vera. Annað vildi ég minnast á í sambandi við heima- vinnu. Það mun oft koma fyrir, að börn leiti hjálpar foreldra eða systkina, og sízt er að lasta, þótt þeim sé hjálpað, sé þess þörf. En á hitt verður að benda, að óheppilegt er að vinna verkefnin fyrir börnin. Þau verða að eiga hlutdeild í lausninni, eftir því sem geta þeirra leyfir. Það er hættulegt að heimta of mikið af barninu. Kröfurnar verður að miða við getu þess. Hitt er engu hættuminna að heimta FORELDRABLAÐIÐ 2!

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.