Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 11
fónas B. fónsson:
Til foreldra
Erlendis gildir víðast hvar sú regla, að
börn verða að sækja þann skóla, sem þeim
ber að sækja samkvæmt skiptingu bæjarins
í skólahverfi. Akvæðin um þetta eru það
ströng, að undanþágur eru ekki veittar, nema
sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Þetta fyrir-
komulag auðveldar mjög eftirlitið með
skólasókn .Um leið og barn flytzt úr skóla-
hverfi, ber forráðamönnum þess að til-
kynna viðkomandi skólastjóra eða skrifstofu
fræðslumálastjóra borgarinnar flutninginn og
hvert barnið flytur. Síðan er tilkynning um
flutninginn send í skóla þess skólahverfis,
sem barnið flytur til. Af þessu leiðir það, að
skólarnir taka ekki við börnum nema fá
áður skilríki frá þeim skóla, sem þau hafa
numið í.
Hér í Reykjavík eru engar slíkar fastar
reglur. Fjöldi barna stundar nám í öðrum
bækurnar, heldur einnig — og litlu síður
— til þess að efla þroska þeirra og fram-
takssemi. Námfýsi og þroski fer ekki ætíð
saman. Þetta ættu forráðamenn barna að
athuga, þegar þeir hugsa um skólavist
barna sinna. Reynslan hefur sýnt það, bæði
erlendis og hérlendis, að það er síður en
svo keppikefli að hraða fullnaðarprófi barna
um aldur fram, nema um bráðdugleg og
þroskuð börn sé að ræða. Annað hefnir sín
því miður oft síðar á námsferli þeirra. T. d.
munu menntaskólar og háskólar yfirleitt
ekki sækjast eftir mjög ungum nemendum.
Mun reynslan hafa leitt í ljós, að ekki sé
rétt að hefja erfitt framhaldsnám, fyrr en
nemendur hafi náð þeim þroska, andlegum
og líkamlegum, sem talizt getur í samræmi
við þá þekkingu, er þeir hafa aflað sér, og
skólum en þeim að réttu lagi ber. For-
eldrar flytja með börn sín milli skólahverfa
án þess að tilkynna það viðkomandi skóla-
stjóra. Hann eyðir svo oft miklum tíma
og vinnu í það að leita þessi börn uppi.
Stundum eru þau í öðrum skólahverfum
bæjarins, annaðhvort í barnaskólunum, í
einkaskólum eða tímakennslu. Stundum
dveljast þau vetrarlangt í sveit eftir sumar-
dvöl þar, og stundum eru þau flutt alfarin
úr bænum.
Ég vil því beina þeim tilmælum til foreldra,
að þeir tilkynni viðkomandi skólastjóra, ef
barn þeirra flytzt úr skólahverfi, hvert
barnið fer og hvort það fer alfarið eða
dvelur fjarvistum um skemmri tíma.
Þá vil ég og benda foreldrum á, að þeim
ber að ræða við skólastjóra og kennara um
það, sem þeim finnst athugavert við nám
þær kröfur, sem gera verður um afköst við
framhaldsnámið.
Það má e. t. v. segja, að ég hafi verið
óþarflega margmáll um þessi tvö atriði, sem
eru mergur máls míns, en þau eru í stuttu
máli þetta:
1) Það er fyrst og fremst barnanna vegna,
sem ganga verður ríkt eftir því, að þau
sæki skóla.
2) Það er einnig vegna barnanna, að haml-
að er á móti því, að börn séu látin ljúka
fullnaðarprófi fyrr en þau ná 14 ára aldri,
nema um bráðdugleg og þroskuð börn sé
að ræða.
Þetta vona ég, að forráðamenn barnanna
og aðrir, sem hlut eiga að máli, athugi
gaumgæfilega.
FORELDRABLAÐIÐ 9