Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 12
Kristinn Gíslason:
Sumardvöl barna í sveitum
Sumardvöl reykvíkskra barna í sveitum
hófst fyrst í stórum stíl, eftir að erlent herlið
hafði setzt hér að. Mönnum þótti sýnt, að
komu herliðsins til landsins mundi fylgja
árásahætta, einkum úr lofti. Þá mátti líklegt
teljast, að slíkum árásum yrði einkum beint
gegn Reykjavík, miðstöð samgöngukerfisins.
Brottflutningur barna úr bænum var þá
fyrst og fremst öryggisráðstöfun, sem sjálf-
sögð þótti vegna árásahættunnar.
Nokkrum árum áður hafði félagsskapur
Oddfellowreglunnar í Reykjavík látið reisa
myndarlegt barnaheimili að Silungapolli.
Þar höfðu dvalizt á hverju sumri um 70 börn,
sem að læknaáliti þurftu sérstakrar aðhlynn-
ingar af heilsufarsástæðum. Rekstur þessa
heimilis þótti þegar í upphafi takast með
ágætum. Börn, sem áður höfðu verið föl og
veikluleg, komu heim að hausti hress í
bragði og hraustleg útlits eftir sumardvöl að
Silungapolli. Orsakir þessarar breytingar
voru ekki vandfundnar. Börnin höfðu lifað
reglubundnu lífi við hentug skilyrði og neytt
þeirrar fæðu, er bezt var fáanleg. Þá var
barns þeirra eða starf skólans. I raun og
veru er það skylda foreldra að fylgjast með
starfi barna sinna í skólanum, enda er þeim
heimilt og frjálst að koma í skólana á starfs-
tíma og kynnast starfinu. Flestum kennur-
um mun það kærkomið, ef foreldrar vilja
ræða við þá um börnin eða koma í kennslu-
stund og kynnast náminu af eigin sjón og
reynd. Blaðaskrif eru venjulegast þýðingar-
lítil og oft til ills eins, sérstaklega ef við-
komandi hefur ekki reynt að kynna sér
málin hjá réttum aðilum og ekki lagt á sig
að fara sjálfur og sjá og heyra.
hlutur hins heilnæma lofts efalaust ekki létt-
astur á metunum.
Það kom brátt í ljós, að árangur af dvöl
barna á dvalarheimilum sumardvalarnefndar
varð mjög hinn sami og áður hafði reynzt
á Silungapolli. Börnin voru að vísu í flest-
um tilfellum heilbrigð, er þau fóru á heim-
ilin, en eigi að síður reyndust þau hraust-
legri og tápmeiri, þegar þau komu aftur, svo
að ekki varð um villzt. Þetta var skiljan-
legt. Flest hin sömu skilyrði og á Silunga-
polli voru fyrir hendi á öðrum barnaheimil-
um. Því fór svo, að sumardvöl barna í sveit-
um varð ekki aðeins nauðsynleg öryggisráð-
stöfun vegna árásahættu, heldur átti hún
drjúgan þátt í að auka hreysti barnanna. Það
má því líklegt telja, að flestir hlutaðeigendur
óski þess, að þessari starfsemi verði haldið
áfram, eftir að árásahætta er með öllu úr
sögunni.
Jafnan mun allmargt barna hafa dvalizt á
einstökum sveitaheimilum, ýmist á vegum
sumardvalarnefndar eða annarra. Einnig þar
mun árangurinn hafa orðið hinn sami. Börn-
in komu hraustari og tápmeiri heim að
hausti. Að vísu heyrðust stundum raddir,
sem kvörtuðu undan viðurværi og hirðingu
barna á sveitaheimilum og báru þeim illa
söguna. Hafi slíkar kvartanir verið á rök-
um reistar, má hiklaust telja það til undan-
tekninga. Er það ekki eins dæmi, að því sé
helzt á lofti haldið, sem miður fer.
Að sumu leyti er stálpuðum börnum,
heilsuhraustum, hollara að dveljast á sveita-
heimilum en barnaheimilum. Þar fá þau færi
á að læra ýmiss konar störf við sitt hæfi, og
þar geta þau fengið að vinna eitthvað til
gagns. Þess eru lítil tök á barnaheimilum,
10 FORELDRABLAÐIÐ