Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 22
Marteinn Magnússon:
Skólinn - heimilið - barnið
Skóli — heimili. Tveir aðilar, er standa
ættu hlið við hlið. En milli þeirra er oft
breitt bil. Þetta bil þarf að brúa, og brúar-
efnið verður að vera gagnkvæmur skilning-
ur og vilji til samstarfs. Efnið verða foreldr-
ar og kennarar að leggja til með því að ræða
í einlægni sameiginlegt áhugamál: barnið.
Vottur slíkrar viðleitni af kennara hálfu
er þetta blað, sem koma ætti út miklu oftar
og vera málgagn kennara og foreldra í sam-
einingu og helgað barninu.
Síðan skólar urðu almennir og skólaskylda
lögboðin, hefur löngum verið litið svo á, að
heimilið ætti að annast uppeldið, en skólinn
fræðsluna, og svo hefur þetta verið í stórum
dráttum og verður líklega enn um sinn, þótt
að því hljóti að draga, fremur fyrr en síð-
ar, að kennarar og foreldrar telji sjálfsagt að
vinna saman að öllu, er snertir líkamlegan og
andlegan þroska barnsins.
Báðum aðilum ber, svo sem kostur er, að
sníða uppeldi og fræðslu eftir þroska og
hneigðum barnsins sem einstaklings. Starf
beggja aðila skal miða að því að leysa með-
fædda krafta og hæfileika barnsins, þroska
þá á sem sjálfstæðastan hátt og beina þeim
að sem heilbrigðustum viðfangsefnum í
þágu einstaklings og heildar.
Samvinnu er þörf. Og eftir að barnið er
komið á skólaaldur, held ég, að hennar sé
aldrei meiri þörf en á fyrsta skólaári þess,
er það stígur fyrstu sporin frá leik til skipu-
legs starfs. Því má ekki gleyma, að skólinn
er ávallt nýr heimur hverju barni, þrátt fyrir
allar tilraunir kennarans til að mæta leik-
og hreyfiþörf barnsins með því að reyna að
gera námið að leik og leikinn að námi og
sameina þannig leikinn og námið.
Þar eð ég hef til umsjár í vetur einn hóp
yngstu barnanna, vil ég nota tækifærið til að
rabba við ykkur um nokkur atriði, er ég
tel miklu skipta. Ekki ber að skilja þetta
svo, að þau atriði, er ég drep á, varði ein-
ungis yngstu börnin. Þau varða alla aldurs-
flokka. En þar eð afstaða eldri barnanna til
náms og skóla ræðst mjög af þeim háttum og
venjum, sem þau tileinka sér á fyrsta og
öðru skólaári, er nauðsynlegt náið samstarf
skóla og heimilis einmitt þá.
Ollum mun ljóst, hve mikilvægt það er, að
afstaða barnsins sé samúðarkennd. Neikvæð
afstaða barns til skólans hlýtur að verka
neikvætt á nám þess og hegðun. En afstaða
barnsins mótast af skólanum og skoðunum
foreldranna, sem ávallt eru þungar á meta-
skálum barnsins, enda endurspeglast dómar
foreldranna stundum berlega í framkomu
þess og starfi. Finnist foreldrum því eitt-
hvað öðruvísi en vera ætti, skyldu þeir
gæta þess, barnanna vegna fyrst og fremst,
að láta þau ekki verða áskynja and-
úðar í garð skólans, heldur hafa tal af
þeim kennara, er hlut á að máli, og mun
þá oftast greiðast úr óánægjunni og misskiln-
ingi eytt tii hags fyrir alla aðila.
Hún hefur löngun þótt loða við hjá okk-
ur Islendingum, blessuð óstundvísin. Og hún
býr hér enn við beztu kjör í opinberum
skrifstofum, í samkvæmum, á, fundum og
mannamótum og í skólum, en líklega \
minnst þar, því að skólarnir vinna mark-
visst gegn þessum furðu lífseigu, andlegu ó-
þrifum.
Víst er, að skólarnir hafa unnið og vinna
20 FORELDRABLAÐIÐ