Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 19
byrjun að ganga staflaust og treysta í fimi
fótanna.
Mér er minnisstætt, að fyrsta haustið, sem
ég var við nám í Stokkhólmi, varð mér sú
skyssa á, að spyrja 5—6 ára gamlan dreng,
sem var að leika sér í lítilli brekku í
skemmtigarði einum, að því, hvort hann
ætti ekki stafi. Hann leit á mig dálítið hissa
og sagði: „Nei, ég ætla að verða skíðamað-
U
ur.
Þótt skíðalandið í umhverfi bæjarins sé
ekki gott fyrir fullorðna fólkið, sem jafn-
fram leitar hressingar í ferðalagi og vill því
komast burt frá bænum, er óhætt að full-
yrða, að börnin geta notað betur þá mögu-
leika, sem bjóðast í bænum sjálfum og ná-
grenni hans. Svo að eitthvað sé nefnt, mætti
nefna Hljómskálagarðinn og túnin í Laugar-
dalnum. Þar eru möguleikar á að bæta
aðstöðuna til muna. Þegar hernáminu lýkur,
rætist væntanlega úr við Elliðaár og suð-
ur með Hafnarfjarðarvegi, enda eru á báð-
um þeim stöðum góð skíðalönd.
Undanfarin ár hafa skólastjórar barna-
skólanna gefið leyfi til skíðaferða. Kennarar
skólanna hafa annazt um ferðirnar og farið
með börnunum. Ferðir þessar hafa haft sína
þýðingu, en jafnframt sína annmarka, m. a.
af þeirri ástæðu, að fjarri fer, að öll börn
eigi skíði og útbúnað til slíkra ferða.
Á síðastliðnu ári veitti bæjarstjórn fimmt-
án þúsund krónur til skíðakaupa handa
skólabörnum. Ráðgert var, að þeim yrði síð-
an deilt á milli skólanna. Með þessari ráð-
stöfun átti að tryggja, að engin börn þyrftu
að sitja heima vegna skíðavöntunar, þegar
frí væru gefin í einstökum bekkjum til
skíðaferða.
Þetta mál hefur hins vegar þróast þannig
fyrir sérstakan skilning forráðamanna þessa
bæjar, að ráðgerð eru árleg námskeið fyrir
öll börn í þrettán-ára-bekkjum barnaskól-
anna. Af þessu leiðir, að sú ákvörðun hefur
verið tekin, að úthluta ekki þeim skíðurn,
sem keypt hafa verið handa barnaskólunum,
heldur koma upp dálitlu skíðasafni fyrir hið
væntanlega námskeið barnanna.
Bæjarsjóður greiðir fyrir kennslu, húsnæði
o. fl., en börnin borga ferðakostnað og fæði.
Það er sannfærin mín, að námskeið þessi
geti orðið þarfur liður í uppeldi barnanna.
Þau fá að læra undirstöðu skíðaíþróttarinnar,
kynnast fjallavist og undirbúningi vetrar-
ferðalaga o. fl.
Landið, sem við búum í, er ekki byggilegt
fyrir aðra en dugandi menn og konur.
Herðing hinnar ungu kynslóðar er því þýð-
ingarmikill þáttur í uppeldi þjóðarinnar.
A þessu ári eru liðin 125 ár síðan fyrsta
íslenzka barnið var sent til málleysingja-
nám í Danmörku, en 77 ár síðan hafin var
kennsla málleysingja í landinu sjálfu.
s.l. 36 ár hefur frú Margrét Rasmus veitt
Málleysingjaskólanum forstöðu.
Nú hefur vel menntaður, ungur áhuga-
maður tekið við stjórn Málleysingjaskolans,
og er gott til þess að vita, að svo vel hefur
til tekizt um val forstöðumannsins. J. S.
FORELDRABLAÐIÐ 17