Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 16
Fró skrifstofu fræðsiufulltrúa
Nýju barnaskólarnir
eru með allt öðru sniði en hér hefur áður
tíðkazt. I Laugarnesskólanum eru skólastof-
urnar byggðar utan um stóran sal, og er
gengið í kennslustofur á annarri og þriðju
hæð af svölum innan á salnum, en í stofur
á neðstu hæð af salargólfi. Salurinn er sam-
komusalur. Þar má tala við öll börnin í
einu. Ur kennslustofum á neðstu hæð
koma börnin fram á gólfið, en fram á svalir
úr öðrum stofum. Með augnabliksfyrirvara
má kalla á öll börnin til viðtals í einu. Að
slíku eru mikil þægindi. Mikill hluti skól-
ans hefur nú verið tekinn í notkun, en full-
gert mun húsið vart fyrr en næsta haust.
Heimavistin hefur nú tekið til starfa og
tekur nú 23—24 börn.
Byggingu Melaskólans miðar vel áfram, og
má ætla, að hægt verði að taka hann að ein-
hverju leyti í notkun annað haust. Verður
sá skóli eitt hið glæsilegasta hús bæjarins.
A efstu hæðinni verða svalir, og er gengt út
á þær úr kennslustofunum á hæðinni og eins
úr aðalsamkomusal skólans. Þegar Mela-
skólinn tekur að fullu til starfa, rýmkast
mjög í skólunum, enda er eigi vanþörf á. I
barnaskólum bæjarins verða þá yfir 80 al-
mennar kennslustofur auk þess húsrýmis,
veltiár, og það verður enn verra fyrir hina
ungu kynslóð að átta sig á breytingunni, ef
við, hinir eldri, reynum ekki að hafa áhrif
á hugmyndir barnanna um þessa hluti, en
látum þau ausa peningum í óþarfa og stund-
um beint skaðlega hluti. Okkar er ábyrgðin.
Minnizt þess, að „hvað ungur nemur, gam-
all temur."
sem ætlað er fyrir söng, teikningu, handa-
vinnu og leikfimi. Samt koma um 55 börn
á hverja kennslustofu, og verður því að
tvísetja í flestar stofur. Verða þá um
1100—1200 börn í hverjum skóla um sig.
Barnafjöldinn.
En nú er barnafjöldinn í skólunum sem
hér segir:
Börn
Miðbæj arskólinn 1525
Austurbæj arskólinn 1825
Laugarnesskólinn 878
Skildinganesskólinn 180
Alls 4408
Aðrir skólar:
Æfingadeild Kennarask. .. 72
Skóli Isaks Jónssonar 256
Landakotsskóli 206
Skóli Aðventista 21
Ymsir aðrir skólar 441
Alls 996
(Þar af 410 yngri en 7 ára).
Alls stunda því 4994 skólaskyld börn
nám í Reykjavík, bæði í opinberum skólum
og einkaskólum. Hefur tala skólabarna í
Reykjavík rúmlega tífaldast á s.l. 40 árum,
eins og sjá má af eftirfarand.i töflu.
Ár Tala skólabarna í Rvík
1905 400
1915 1063
1925 1705
1935 2918
1945 4994
14 FORELDRABLAÐIÐ