Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 13
Barnaheimilið að Silungapolli.
eins og víðast er háttað. Leikir og íþróttir
geta ekki komið í stað vinnu, nema að því
leyti, er snertir nauðsynlega hreyfingu og á-
reynslu á líkamann. En sú hlið málsins, er
veit að viðhorfi barnsins til vinnunnar, er
ekki þýðingarminni. Börn virðast yfirleitt
vera fús til starfa og hafa gaman af að
vinna eitthvað til gagns. Eg minnist
drengja á aldrinum 6—12 ára, sem ég dvaldizt
með á barnaheimili s.l. sumar. Hvenær sem
ég þurfti á drengj um að halda til einhverra
smávika, sóttust allir eftir þeim. Enginn
reyndi að komast hjá þeim, eins og margur
gæti haldið. Hins vegar mátti gæta þess, að
ekki vaknaði misklíð, ef einn var valinn til
verksins fremur en annar. Þeir, sem ekki
komust að í dag, urðu að sitja fyrir á morg-
un, til þess að fullnægt yrði öllu réttlæti.
Mig grunar, að óbeit margra unglinga á
vinnu eigi rót sína að rekja til þess, að þeir
hafi ekki vanizt henni á barnsaldri. Þegar
honum lýkur, þurfa þeir að vinna fyrir sér,
hvort sem þeim líkar betur eða verr. Við-
brigðin verða mikil eftir allt iðjuleysið, og
getur þá farið svo, að þeir skoði vinnuna að-
eins sem illa nauðsyn og skerðingu á frelsi
sínu, en komist aldrei í kynni við gleði þá,
sem er fyrstu iaunin fyrir hvert vel unnið
verk. Hún er að jafnaði einu launin, sem
börnin fá, ásamt viðurkenningu annarra í
orðum eða viðmóti. Eftir öðrum launum
sækjast þau ekki heldur fyrst í stað.
FORELDRABLAÐIÐ 1 1.