Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 14

Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 14
Börnin í sólbaði. 1 hreinu og heilncemu sveitaloftinu er yndislegt að njóta heilncemi sólarinnar. Ekki eru tvímæli á, hver áhrif sumardvöl í sveit hefur á hreysti barnanna, eins og áð- ur er að vikið. Þá væri vel, ef um leið tækist að skapa hjá þeim það viðhorf til daglegra starfa, sem heilladrýgst er þeim sjálfum og þjóðinni allri. Þá hygg ég stefnt í rétta átt að því sameiginlega marki, ef hraust börn eru vistuð á sveitaheimilum á sumrum, þeg- ar þau hafa aldur og þroska til að leysa af hendi létt störf. Að sjálfsögðu þarf að vanda val dvalarstaðanna og gæta þess vel, að vista ekki börn annars staðar en þar, sem öruggt má telja, að vel sé til þeirra gert. Umhirða og þrifnaður þarf að vera í góðu lagi og störfum stillt í hóf, svo að ekki sé ofboðið þreki barnanna. Þá þurfa þau einnig að hafa nokkurt frjálsræði til leikja og annarra á- hugamála, sem börnum eru eðlileg. Sumir kunna að halda, að ekki finnist mörg heim- ili, þar sem öll þessi skilyrði séu fyrir hendi, og er það mál órannsakað. Meðan svo er, eru fullyrðingar einskis nýtar. Með því, sem að framan er ritað, hef ég gert nokkra grein fyrir þeirri skoðun minni, að æskilegra sé að vista hraust börn á sveita- heimilum en á barnaheimilum. Það er þó A heiðshjrum sumardegi er yndislegt að dvelja úti í hrauninu. Þar er nóg af berjum, sem börnin njóta í rí\um nueli. En sum þeirra safna berjum til að senda heim til mötnmu. 12 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.