Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 18
Benedi\t ]a\obsson:
Skíðaferðir skólabarna
„Það mun eitthvað eftir loða
hjá öllum þeim, er fjöllin skoða.“
Framfarir og kjarabætur síðustu ára eru
miklar. Þó kreppir skórinn víða enn. Hið
unga Island vex svo ört, að klæðin standa
á beini. Manst þú eftir tunnustöfunum þín-
um með leðurtáböndunum ? Ég man eftir
mínum. Það voru kærkomnustu skíðin, sem
ég hef eignazt. En síðan eru þrjátíu ár, og
margir hlutir breytast á skemmri tíma.
Nú á dögum biðja börnin um skíði úr
harðviði með stálköntum og svig-táböndum
og annan útbúnað eftir því.
Ég hef orðið var við, að ýmsum finnst full-
langt gengið í kröfum þessum, en séu þær
til orðnar af réttmætri þrá unglinganna til að
þreyta skíðafarir á fjöllum uppi, verður sá
þáttur tæplega of dýru verði keyptur, er þann-
ig fæst með hollri útivist og hreinu lofti.
Oll börn eru skyld að sækja sund og leik-
fimi og taka tilskilin próf. Það er örugg vissa
fengin fyrir því, að börnin hafa jafnmikla
þörf fyrir þetta líkamlega uppeldi og bók-
námið, eigi þau að ná eðlilegum líkams- og
sálarþroska.
Allt nám barnanna fer fram innan húss,
stundum. í slæmu húsnæði. Utivist, leikir og
áreynsla undir beru lofti er hollasti líkams-
ræktarskóli æskunnar. Því miður vantar fleiri
og stærri opin svæði hér í Reykjavík fyrir
leikjastarfsemi barna og unglinga. En Róm
var ekki byggð á einum degi og Reykja-
vík ekki heldur. Væntanlega greiðist úr
þessum örðugleikjum, eins og svo mörg-
um öðrum.
„Snjórinn er kominn, eru skíðin mín til-
búin? Pabbi, viltu kaupa skíði handa mér,
nú er snjórinn kominn ?“ Þannig er sagt og
spurt á haustin, þegar snjórinn kemur. Svo
eru keypt skíði, séu þau fáanleg, en svo
vandast málið. I nágrenni Reykjavíkur er
hvergi gott skíðaland. Iþróttafélögin leita
upp til fjalla í sína skíðaskála, og skólafólk-
ið sér helzt engin önnur úrræði en að leita
á sömu slóðir.
Þetta viðhorf þarf að breytast. Aðstaðan
til skíðaiðkana í umhverfi bæjarins þarf
að batna. I Noregi, Svíþjóð og Finnlandi
byrja börnin að leika sér á skíðum á aldrin-
um 4—5 ára. Það eru ekki vönduð skíði, sem
þessi börn nota, og ekki dýr útbúnaður. En
þau leika sér af jafnmikilli ánægju fyrir því.
Skíðalandið er oft ekki annað en lítill garð-
ur að húsabaki. Stærri börnin leika sér á
skíðum á opnum svæðum og í skemmtigörð-
um. En unglingarnir þræða spor skíða-
mannanna út um skógana.
Yngstu skíðamennirnir sjást sjaldan með
stafi, enda algengast að gefa skíðin án stafa.
Þetta byggist á því, að bezt er að æfa sig í
16 FORELDRABLAÐIÐ