Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 8

Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 8
liðadeildanna læra börnin almenna um- gengnisháttu og kurteisa framkomu. Ungliðastarfið samlagast mjög vel al- mennu námi barnanna í skólanum. Og sé ungliðastarfið unnið á réttan hátt, er það kennaranum hin ákjósanlegasta hjálp til að veita starfi skólans og námi barnsins aukið uppeldislegt gildi. Eg skal nd gera grein fyrir þeim helztu reglum, sem gilda um starf U.R.K.I. Allir drengir og stúlkur á barnaskólaaldri geta orðið félagar í Ungliðadeildum Rauða Kross Islands (U.R.K.I.). Þó er það tveimur skilyrðum háð að verða sannur Rauða Kross drengur eða regluleg Rauða Kross stúlka: Þau verða að halda heilbrigðisreglur, og þau verða að hjálpa öðrum börnum, sem þurfa hjálpar við. Deildir U.R.K.Í. eru bundnar við bekki barnaskólans, þannig, að hver bekkur er deild út af fyrir sig og kennari bekkjarins er umsjónarmaður deildarinnar undir stjórn miðstjórnar U.R.K.I. En ef 5 kennarar eða fleiri í sama skóla starfa fyrir U.R.K.I., kjósa þeir úr sínum hópi þriggja manna stjórn fyrir allt ungliðastarf skólans sérstak- lega. Aður en kennarinn stofnar U.R.K.I.-félag í bekknum, fullvissar hann sig um, að börn- in vilji gerast félagar. Síðan stofnar hann deild og lætur kjósa stjórn og nefndir. Börnin sjálf skipa stjórnina og allar nefndir. Svo hefst reglulegt starf deildarinnar. Starfið er innifalið í þremur aðalatriðum: I fyrsta lagi er fundarstarfið. Venjulegt er, að deildirnar haldi fundi á ákveðnum degi og klukkustund einu sinni í viku eða einu sinni í hálfum mánuði. Fundirnir fara á- vallt sem allra virðulegast fram. Börnin stjórna sjálf fundum og framkvæma það, sem á fundum gerist, undir öruggri hand- leiðslu kennarans. Börnin læra á fundinum að umgangast hvert annað með kurteisi og háttvísi. Þau ræða hreinlætismál bekkjarins og skólans og skólastofunnar. Þau bera saman ráð sín um það, hvernig þau geti glatt félaga sína, sem veikir eru eða hafa orðið fyrir ástvinamissi og sorg. En þó fer venjulega mestur tími fundarins til að leika ýmis smáleikrit, helzt heilbrigðisleikrit. Stundum lesa þau upp smásögur eftir sig eða sendibréf til kunningja eða frá kunningjum í öðrum ungliðadeildum skólans eða ut- an hans. Þó fer alltaf verulegur hluti fund- artímans til að lesa upp ævintýri og kvæði úr prentuðum bókum. Stundum talar kenn- arinn, skólastjóri skólans, skólalæknir eða hj úkrunarkonan við börnin um starfsefni ungliðadeildarinnar. En ávallt er þess gætt, að allir syngi nokkurn hluta fundartímans, og eru þá helzt valin þau ljóð, sem vekja hjá börnunum ást og virðingu á landi og þjóð. Milli fundanna starfa nefndir ungliða- deildarinnar, eftir því sem verkefni falla til. Dagskrárnefndin undirbýr næsta fund deildarinnar. Hún sér um, að fundarefnið sé nægilegt, fjölbreytt og skemmtilegt og að öll börnin í deildinni skiptist á að koma fram á fundum og starfa fyrir Rauða Kross- inn og að sínum eigin þroska. Hreinlætisnefndin annast um, að hrein- lætis- og heilbrigðisreglur séu haldnar í stofu deildarinnar og sér um ásamt hrein- lætisnefndum annarra deilda skólans, að slík- ar reglur séu haldnar í öllum skólanum, á göngum, á salernum og á leikvelli skólans. En auk þess lítur hún eftir hreinlæti barn- anna í deildinni, og hún gefur skýrslu á hverjum fundi um, hversu félagar halda hreinlætis- og heilbrigðisreglur ,t. d. hve margir drekka ekki kaffi, sofa við opinn glugga, hátta snemma, baða sig að minnsta kosti einu sinni í viku ,hafa vasaklút, gæta 6 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.