Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 9

Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 9
Helgi Eliasson fræðslumálastjóri: Skólinn og börnin Enda þótt almennt muni ríkja sá skiln- ingur um barnaskólana, að það séu þær stofnanir, sem ljúft og skylt sé að láta börn sækja vegna barnanna sjálfra, þá eru til þeir aðstandendur, sem telja, að það sé gert fyrir skólann — eða kennarana — að senda börn sín þangað. Með fræðslulögunum 1907 var almenn skólaskylda lögleidd hér á landi fyrir börn á aldrinum 10—14 ára. Árið 1926 voru fræðslulögin endurskoðuð og þá samþykkt að heimila að færa niður skólaskyldu frá 7 ára aldri, ef þess þætti þörf eða þess væri óskað. 1936 var þessu breytt í það horf, að skóla- skylda var ákveðin frá 7—14 ára aldurs, en veita má heimild til undanþágu frá henni fyrir börn upp að 10 ára, ef fullnægt er lág- markskröfum um fræðslu þeirra án skóla- skyldu. Nú mun e. t. v. einhver segja sem svo: Þarna sjáið þið! Er ekki sýnt hér svart á hvítu, að sett er með lögum sú skylda á okkur að senda börn í skóla? Við erum ekki sjálfráð um það, hvort við sendum börn okkar í skóla! Það stendur meira að segja einhvers staðar í lögunum, að beita má dagsektum, ef við sendum ekki börnin í skóla — eða til prófs. Er þá ekki sýnilegt, að það er gert fyrir skólana — eða þá, sem þess að hrækja ekki á gangstétt eða leikvöll og koma hreinir í skólann. Líknarnefndin heldur fundi og athugar, hversu bezt verði aflað fjár til styrktar fá- tækum börnum í deildinni og börnum, sem eru veik og þjáð af sorgum, eða ef þau hafa orðið fyrir slysum. Kennarinn er svo samstarfsmaður og ráðunautur allra nefndanna, og hann er trúnaðarmaður hvers barns og hlúir að hverri göfugri hugsjón, sem með barninu þróast. Styður hann barnið til að fram- kvæma hugsjón sína, ef hún er þörf og góð, og gefur úrræðalitlum börnum hugmyndir og hvetur þau til göfugra dáða. I fljótu bragði virðist þetta starf kennar- ans og barnanna umfangsmikið og mikill á- bætir á önnur dagleg störf. En vegna þess, hve vel ungliðastarfið getur samlagazt starfi skólans, verður það ekki eins erfitt og ætla mætti. En það mun hver kennari sanna, sem tekur U.R.K.I.-starfið í þjónustu skól- ans, að ungliðastarfið getur verið ómetan- leg hjálp í beinu námi og uppeldisstarfinu. Og foreldrum vil ég segja það, að U.R.K.Í.- starfið er ekki hégómaefni. Það er fullkomið alvörumál. Það er uppeldisverkefni, sem starfað er að eftir ströngum, þaulhugsuðum leiðum og aðferðum. Eg álít, að foreldrar ættu almennt að gefa U.R.K.Í.-starfinu meiri gaum og styðja það með ráðum og dáð. Og skólanefndir um land allt ættu að veita kennurum sérstök skilyrði til að hafa um hönd gott og fjöl- breytt ungliðastarf. Hins vegar hef ég ekki trú á að lögbjóða U.R.K.Í.-starf í skólun- um. Lagaboðið og þvingunin deyfir áhug- ann og sljóvgar andann. En skilningur for- eldra og skólanefnda og bætt skilyrði örva til framtaks og dáða, og annars ætti ekki að vera þörf. FORELDRABLAÐIÐ 7

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.