Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 17
Kennarar
eru samtals 112 í bæjarskólunum fjórum,
og er þar með talin forstoðukona heimavist-
ar Laugarnesskólans og skólastjórarnir. Auk
þess eru allmargir stundakennarar, eða um
30 talsins. Arið 1905 voru aðeins 2 fastir
kennarar í Reykjavík, en 24 stundakennarar.
En árið 1925 voru föstu kennararnir orðnir
39, en aðeins 8 stundakennarar.
Að rannsókn
á ritvillum í stílum barna hafa þeir
Arsæll Sigurðsson og Arni Þórðarson unnið
síðast liðið ár. Rannsóknin var framkvæmd
á þann hátt, að kerfisbundin verkefni voru
lögð fyrir allar 12 ára deildir í barnaskól-
um bæjarins og síðan unnið úr þeim úr-
lausnum, er heillegar voru. Þessi rannsókn er
nauðsynlegur undirbúningur að því að
byggja upp hagkvæmt kerfi fyrir stafsetn-
ingarkennsluna, og munu þeir Arsæll og
Arni hafa góða aðstöðu til þess að semja
vel uppbyggðar stafsetningaræfingar og
ritreglur fyrir barnaskóla, og vona ég, að það
verði þeirra næsta verkefni.
Arsæll Sigurðsson hefur áður unnið að
svipaðri rannsókn og auk þess rannsakað
tíðni orða í algengu ritmáli, rúmlega 100
þús. orð alls. Orðtók hann stíla, bréf, les-
bækur o. fl. Sams konar rannsóknir og þess-
ar hafa verið framkvæmdar víða erlendis,
t. d. í Svíþjóð, Englandi og Bandaríkjun-
um, en íslenzku rannsóknirnar munu vart
standa þeim að baki.
Eftirlitskennurum
í einstökum námsgreinum var fjölgað í
haust. Hafa nú tveir kennarar eftirlit með
skriftarkennslu, þeir Guðmundur I. Guð-
jónsson, sem gegnt hefur þessu starfi við Mið-
bæjarskólann frá því haustið 1937, og Hjört-
ur Kristmundsson við Laugarnesskólann.
Árni Þórðarson hefur verið eftirlitskenn-
ari í íslenzku við Miðbæjarskólann síðan
Foreldrablaðið
er gefið út af
Stéttarfélagi barnakennara í Reykjavík
og sent ókeypis með skólabörnunum heim
á heimilin.
Ábyrgð og ritstjórn hafa á hendi:
Ársæll Sigurðsson,
Jón Sigurðsson,
Magnús Magnússon.
1941, en í haust var Ársæll Sigurðsson ráðinn
til sama starfs við Austurbæjarskólann og
Gunnar Guðmundsson við Laugarnesskól-
ann. Eins og nafnið ber með sér, er starf
þeirra fólgið í eftirliti með kennslu í þess-
um námsgreinum. Þeir leiðbeina kennurum,
semja verkefni, prófa og líta eftir því, að
sem beztur árangur náist.
Snemma í vetur gerðu eftirlitskennararn-
ir í íslenzku mjög nákvæma námsskrá í
skriflegri íslenzku og málfræði fyrir 9—13
ára deildir, og hefur verið kennt í samræmi
við hana í vetur. Þeir hafa og samið mikið
af kerfisbundnum stafsetningarverkefnum
fyrir sömu aldursflokka og útbýtt meðal
kennara. Þessi verkefni hafa þeir samið í
félagi og hafa nána samvinnu á milli sín,
svo að íslenzkukennslan er vel samræmd í
skólunum.
Eg er ekki í nokkrum vafa um, að mikils
árangurs er að vænta af starfi eftirlitskenn-
aranna, enda hefur það sýnt sig á undan-
förnum árum, að mikill árangur hefur orðið
af starfi eftirlitskennaranna við Miðb.skól.
foreldrablaðið 15