Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 4
eftir þörfum barnanna og um fram allt kom-
ið í veg fyrir þá ósvinnu að rífa börn upp úr
rúmunum fyrir allar aldir í svartasta skamm-
degi, hvernig sem viðrar? Verður börnum
okkar tryggður nægur undirbúningur undir
framhaldsnám — og skólar til þess að taka
við þeim? Verði þetta gert, skulum við
veita ykkur fulltingi, að öðrum kosti taki
tröll ykkar tillögur.
I tillögum milliþinganefndar í skólamál-
um er ekki gert ráð fyrir því, að skólaskyld-
an verði færð niður, þar eð víða hagar svo
til á landinu, að örðugt yrði um fram-
kvæmdir. Hins vegar er lagt til, að styrkur,
sem nemur kennaralaunum, verði veittur
bæjar- og sveitarfélögum til smábarnaskóla
(þ. e. skóla fyrir börn á aldrinum 5—7 ára).
Ætti það að vera mikil hvöt til að setja þá
á stofn, þar sem þeirra er orðin brýn þörf.
Barnaskólunum er ætlað að taka yfir sex
vetur í stað sjö. Aðalbreytingin á skipulagi
þeirra er sú, að þeim verður skipt í tvær
deildir, yngri deild og eldri deild. Til yngri
deildar teljast þrír hinir fyrri vetur, sem
barnið sækir skóla, en til eldri deildar þrír
hinir síðari. Höfuðrökin fyrir þeirri breyt-
ingu eru í stuttu máli þessi: Allmikill mun-
ur er á þroskastigi barna hin fyrstu ár í
barnaskóla og hin síðari ár. Sams konar
mismunar verður að gæta í kennsluháttum,
ef rétt er að farið. Það er því harla óskyn-
samlegt að miða kennsluna hin fyrstu
ár við lokatakmark, sem á að nást eftir sex
eða sjö ár. Það mark er of fjarlægt. Hyggi-
legra er því að setja kennslunni markmið,
sem er nær. Auk þessa mundi kennsla yngri
barnanna aukast að miklum mun og henni
verða meiri sómi sýndur á ýmsa lund, ef
farið yrði eftir tillögum nefndarinnar.
Deildaskipting svipuð þeirri, er hér hefur
verið minnzt á, hefur tíðkazt víða um lönd
hina síðustu áratugi.
Þegar því námsstigi er náð, sem yngri
deildinni er ætlað að keppa að, hefst nám í
eldri deild barnaskólans. Gert er ráð fyrir,
að það verði með líku sniði og nú á sér
stað í efstu bekkjum barnaskólanna. Þess er
þó að vænta, að námið þar megi ganga
miklum mun greiðara vegna þess, að börnin
komi betur undirbúin frá yngri deildinni.
Það er nú til mikils óhagræðis í skólunum,
að börnin eru ekki nógu vel læs og skrifandi,
né heldur nógu þjálfuð í undirstöðuatriðum
reiknings. Stafar þetta af hinum ónóga
kennslutíma, sem yngri börnunum er ætlað-
ur. Eg hygg, að það sé ekki óraunhæf bjart-
sýni að ætla, að börnin verði eigi miklu
skemmra á veg komin í námi sínu eftir sex
vetur með hinu ráðgerða fyrirkomulagi en
eftir sjö nú, án þess að þeim verði ofboðið
á nokkurn hátt. Mætti það teljast góður á-
vinningur.
Þetta fyrsta stig skólakerfisins nefnir
nefndin barnafræðslustig. Næst því tekur
við gagnfræðastigið. A því stigi eru þrenns
konar skólar með samræmdri námsskrá.
Tveggja ára skólar þessa stigs nefnast ung-
lingaskólar, ef einn vetur bætist við ung-
lingaskóla, nefnist skólinn miðskóli, en bætist
einn vetur við miðskóla, verður úr þvi gagn-
fræðaskóli. Hverjum unglingaskóla, mið-
skóla og gagnfræðaskóla er hægt að skipta
í tvær deildir, verknámsdeild og bóknáms-
deild eða með öðrum orðum, hver slíkur
skóli verður annaðhvort verknámsdeild eða
bóknámsdeild eða hvort tveggja verknáms-
deild og bóknámsdeild.
Unglingaskólinn verður skylduskóli, skóla-
skyldu lýkur ekki fyrr en með lokaprófi
þaðan. Hún lengist því um eitt ár, frá því
sem nú gerist. Bóknámsdeildinni er hugað
svipað hlutverk og gagnfræðadeildum
menntaskólanna nú. Þar eiga unglingar að
hljóta undirbúning undir menntaskóla.
kennaraskóla og annað nám eða störf, sem
2 FORELDRABLAÐIÐ