Unga Ísland - 01.11.1955, Qupperneq 6

Unga Ísland - 01.11.1955, Qupperneq 6
hvorki „Esja“ né „Hekla“, engir vélbátar — ekkert á floti, annað en árabátar og „skútur" af sömu gerð og þær, er oft sjást hér við land enn í dag með Færeyinga inn- anborðs. Þannig var skipakosturinn þá. Hugsið ykkur, að aldrei ryfi flugvéla- gnýr loftkyrrðina og ekkert sæist á flugi annað en fuglar loftsins. Þeir flugu einir þá. Hugsið ykkur að hvergi væri rafmagn, ekkert raftæki, engin rafljós, ekkert út- varp, engin kvikmyndahús. Þannig var hér þá. Hugsið ykkur . .. Hugsið ykkur þetta og berið það saman við nútímann, að hálfnaðri þessari öld, og má þá mikið vera, ef sum- um ykkar kann ekki að finnast, að nú sé bara nokkuð gaman að vera til. Unga ísland er hálfrar aldar gamalt og mætti því senn fara að skrifa ævisögu sína, en kaus að láta það að minnsta kosti bíða fram yfir þetta jólablað, en minna heldur lauslega á almenna og íslenzka sögu þess- arar hálfu aldar enda er hún merkilegri til fróðleiks. Á öðrum stað í blaðinu getur að lesa ávörp nokkurra þeirra manna, er skapað hafa sögu blaðsins sjálfs, en ýtarlegar verð- ur hún öll rakin í næsta hefti. Ungir lesendur! Að sögu þjóðarinnar fram á þennan dag hafa liðnar kynslóðir lagt grundvöllinn og að henni hafa unnið lang- afar ykkar og langömmur, afar ykkar og ömmur og foreldrar ykkar líka. Þessum arfi verður svo skilað í ykkar eigin hendur, er þið vaxið á legg og veltur þá á mestu, að þið gerið arfinn betri en ekki verri. Þannig á öllu að miða áfram, en ekki aftur á bak. Minnist þess að síðustu, að fyrir fimmtíu árum kunnu bæði fullorðnir og börn að njóta jólagleðinnar, þótt glaðningur í mat- aræði, klæðum og gjöfum kunni þá að hafa verið fábreyttari en nú er og Ijósin ekki eins björt. Njótið því eigi síður sannrar gleði á þessum jólum og gleðjið aðra svo sem ykkur er unnt. Guð gefi öllum gleðileg jól. Ristj. redjur tilL^Lnga^-ilandi Unga Island heíur enn hlutverki að gegna Snemma hafði unga ísland miklu hlut- verki að sinna. Svo er enn. Á uppvaxtar- árum blaðsins var bókakostur íslenzkra barna og unglinga mjög fáskrúðugur. Blað- ið hafði því ærið erindi og hafði það tak- mark æðst, að vera í senn menntandi og gleðjandi fyrir lesendur sína. Þegar þetta var, var ekki enn farið að tala um sérstak- ar drengjabækur og telpnabækur, enda er í þeim orðum næsta annarlegur hreimur, sem leiðir grun að því, hvernig ástandið er í dag. Ástandið í dag er ekki til um- ræðu hér, vegna mikillar fyrirferðar þess. Hitt er óhætt að fullyrða, að enn hefur það barna- og unglingablað, sem er í senn menntandi og gleðjandi, miklu hlutverki að sinna, því að ekki er séð, að aðrir sinni því. Ég óska þess, blaðinu og þjóðinni til handa, að þeim foreldrum fari sífjölgandi, sem sjá, að áskrift að Unga íslandi er betri gjöf en margar þeirra bóka, sem nú eru mest auglýstar í öllum regnbogans lit- um til að fylla eyður verðleikanna. Með kærri kveðju til blaðsins og lesenda þess. STEFÁN JÓNSSON. 4 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.