Unga Ísland - 01.11.1955, Blaðsíða 7
Unga ísland
kemur ávallt
færandi hendi
Ég gerðist starfsmaður blaðsins 1932 að
tilhlutan Steingríms Aarasonar, en það ár
keypti Rauði kross íslands blaðið, og gerð-
ist útgefandi þess.
Steingrímur var um langt skeið ritstjóri
og útgefandi Unga íslands, og hafði hann
jafnan látið þessu óskabarni sínu í té alúð
og fádæma umhyggju, enda naut það mik-
illa og almennra vinsælda meðan hans naut
við. Steingrímur var líka óþreytandi at-
hafna maður um allt, er snerti vöxt og við-
gang æskunnar í landinu, auk þess sem
hann var viðurkenndur slyngasti barna-
rithöfundur sinnar samtíðar.
Mér var ljóst, að eins og á stóð bar mig
þarna að garði eins og tötrum klæddur
farandsveinn, við hlið þeirra, er að þessum
málum höfðu starfað áður.
En ég naut hvatningar og nærfæmi
minna þrautreyndu kennara og vina.
Þessvegna atvikaðist það svo, að ég tók
að mér aðalritstjórn og umsjá með útgáfu
Unga íslands um alllangt ára bil.
Á þessum árum var um margt erfitt um
vik hvað snertir útgáfustarfsemi, enda
skall oft hurð nærri hælum, hvort fært
þætti að halda í horfinu.
Þá höfðu börn og unglingar lítið fé
handa á milli, en hið lága áskriftargjald
kom þó furðanlega oft með fullum skilum.
— Hinir fórnfúsu og tryggu útsölumenn
voru líka í þá daga stoð og stytta blaðsins.
Ég á enn í dag margar mínar beztu
minningar frá samskiptum mínum við
börn og unglinga, einmitt frá starfsárum
mínum við blaðið og er mér ljúft að nota
þetta tækifæri til þess að þakka samstarfs-
mínnum mínum öllum frá þeim tímum
fyrir ánægjulega og skemmtilega sam-
vinnu.
Hlutverk blaðsins nú er enn sem fyrr hið
mikilsverðasta: Að koma til móts við fróð-
leiksfúsa æsku. Koma ávallt færandi hendi,
með eitthvað nýtt, eitthvað gagnlegt og
gott.
Þessu hlutverki hefur ætíð verið sint, svo
sem efni hafa staðið til hverju sinni.
Ég óska Unga íslandi innilega til ham-
ingju á þessum tímamótum. Ég veit með
vissu, að það mun rækja hlutverk sitt af
árvekni og samvizkusemi í framtíðinni,
hinum unga lesendahópi til blessunar.
ARNGRlMUR KRISTJÁNSSON.
(-------------------------------------
Gleðileg jól! Farsælt nýár!
Verzl. Jóhannesar Gunnarssonar
Strandgötu 19, Hafnarfirði
Gleðileg jól! Farsælt nýár!
Verzl. Þórðar ÞórÖarsonar
Suðurgötu 36, Hafnarfirði
. — ~_________________________________
UNGA ISLAND
5