Unga Ísland - 01.11.1955, Side 12

Unga Ísland - 01.11.1955, Side 12
amir í þorpinu þaktir pálmablöðum. Úr tágum pálmans voru gerð sterk reipi, fiski- net og dýnur til þess að hvílast á um nætur. Samba át öll blöðin, sem Nanza færði honum og hefði gjama viljað meira, enda rak hann silkimjúka snoppuna í lófa hans, er öllu var lokið. Svo leyfði hann Nanza að strjúka á sér eyrun og bakið, en þar næst fékk hann að skvetta sér svolítið upp og bregða á leik í rjóðrinu, fyrir utan skútann sinn, en Nanza vakti yfir honum á meðan. Stundum kom það fyrir, að safamikil laufblöðin á lágum greinum undirgróðurs- ins freistuðu hans og hann hvarf úr augsýn um stund. En aldrei þurfti Nanza þá meir en að kalla „Samba“, til þess að hann kæmi í loftköstum til baka aftur og þá stökk hann af svo frábærum yndisþokka og var svo léttstígur, að fótatak hans naumast heyrðist. Nanza ávítaði hann, ef hann eigr- aði of langt í burtu og var seinn til að gegna kallinu. ,,Þú ert slæmur að hlaupast svona á brott. Þú ættir það skilið að ég hætti að færa þér kál og bananabita og meira að segja sykur- reyr,“ sagði hann. En að sjálfsögðu gat hann ekki verið gramur lengi við eina vininn sinn. Hann var, meira að segja, ekki reiðari en svo, að hann sleit meir og safamikil bambusblöð af nýgræðingssprotum, á meðan hann þus- aði þetta. „Hver veit nema þú rekist á veiðimenn í skóginum, og hvað myndi þá úr þér verða, ef þeir kæmu auga á þig og ég væri hvergi nærri, til þess að verja þig. Ja, mér er spurn? Það var nú meira að segja svo, að mér fannst ég heyra fótatak manns, á með- an þú varst í hvarfi áðan.“ Nanza var orðinn svo vanur því, að tala við Samba eins og mannveru, að hann trúði því næstum, að hann skildi sig. Hann leiddi Samba aftur inn í skútann sinn og lokaði hliðinu. Því næst hlóð hann föllnum skógar- greinum fyrir, svo að engan mætti gruna, hvað þar væri geymt. Svo lagði hann leið sína heim í þorpið, því nú var sól komin lágt á loft. Nóttin skellur örskjótt yfir i miðbaugslöndum Afríku. Er hann kom heim, sátu karlar þorpsins að skeggræðum í málskrafskofa sínum, þinghúsinu. Nanza heyrði skvaldrið í þeim, er hann gekk fram hjá. Kjöthungur. Þetta orð var nú á allra vörum, enda hurfu veiði- dýrin æ lengra undan inn í frumskóginn á meðan á regntímanum stóð, og veiðin varð að sama skapi lítil. „Ég sá ljómandi fallega, unga antilópu í dag, skammt frá gamla maurahrauknum,“ sagði einn karlanna. „Ég var hvorki með byssu né spjót og missti af henni. En ég veit hvar við getum fundið hana á morgun." Það var eins og hjartað hætti að slá í brjósti Nanza, er hann heyrði þessi orð. Hann staldraði við, á meðan höfðinginn gaf mönnum sínum skipun um að mæta til veiða með byssur sínar og spjót, við sólar- upprás að morgni, til þess að veiða anti- lópuna. „Þið munuð finna hana í frumskógar- jaðrinum, í námunda við maurahraukinn," sagði galdrakarlinn og lézt vera innblásinn af andagift. Þá varð einum manninum litið upp, og kom hann auga á Nanza. Beið hann þá ekki boðanna, en hrópaði til hans þeim orðum, sem nú voru ætíð látin á honum dynja: „Hypjaðu þig burtu, strákur!“ Kvöldverðurinn var á hlóðunum fyrir framan alla kofana, en Nanza sinnti því ekki að bíða kvöldverðar. Þess í stað tók hann til fótanna, svo hratt sem veiki fót- urinn leyfði og linnti ekki hlaupunum, fyrr en að maurahrauknum kom. Samba virtist ekkert hissa á því, að sjá hann svona fljótt aftur. Hann hnusaði af hendi hans, á með- an hann var að leysa trefjareipið, sem hélt aftur hliðinu og stóð grafkyrr á meðan hann batt það um hálsinn á honum til þess að teyma hann af stað. „Komdu með mér, Samba,“ hvsílaði Nanza. „Nú skulum við fara í langferð." 10 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.