Unga Ísland - 01.11.1955, Síða 13

Unga Ísland - 01.11.1955, Síða 13
Nanza heyrði bumbuslátt í áttina frá þorpinu og vissi þá, að þorpskarlar hefðu nú lokið kvöldverði sínum og væru að stíga stríðsdans, til þess að tryggja fengsæla veiðiför að morgni. Hann gat meira að segja greint undirsöngl kvennanna, eins og ámátlegt vindgnauð í fjarska. Fótatraðk dansendanna lagði eftir skógarsverðinum og bumburnar voru barðar og barðar í sí- fellu. Þetta bumbuhljóð fylgdi honum óra- vegu inn í frumskógarþykknið, en hann vogaði sér ekki að nema staðar, fyrr en hann væri kominn svo langt undan, að hann heyrði það ekki lengur. Tunglið var hulið á bak við laufþykkni stórtrjánna og stundum gat hann ekki betur heyrt, en að laumuleg fótatök væru á hælum sér í myrkrinu. En hræðsla komst ekki að í hug Nanza. Hann var altekinn af þeirri hugsun einni, að koma Samba örugglega undan. Hann hélt því sleitulaust áfram, unz hann varð þess var, að hann nálgaðist vatnsfall, enda gat hann greint straum- niðinn. En í þeirri andránni barst honum einnig annað hljóð til eyrna, sem var ólíkt öllum þeim hljóðum, er hann hafði áður heyrt. Þetta voru hljómar, sem meira að segja tóku morgunsöng fuglanna langt fram og voru mýkri en hið mildasta laufhvísl i skóginum. Nanza skyggndist í allar áttir umhverfis sig, en trén og kjarrgróðurinn mynduðu ógagnsæjan vegg á alla vegu. Og Naza fékk ekki við sig ráðið. Hann hlaut að staldra þarna við um stund. Hann settist á jörðina til þess að hvíla sig og þá varð honum það fyrst Ijóst, hve örþreyttur hanr. var. Samba lagðist niður við hlið hans. enda var hann einnig göngumóður. „Við skulum staldra hérna við dálitla stund, þangað til við erum hvíldir,“ sagði Nanza um leið og hann lagði aftur augun. Með þessa undrahljóma ómandi í eyrum sínum, féll hann reyndar í fasta svefn og vaknaði ekki aftur fyrr en sólin skein beint í andlit honum. Honum varð það, fyrst fyr- UNGA ÍSLAND ir að gæta að því, hvar Samba væri og sá hann skammt frá, þar sem hann var að gæða sér á laufi kakaótrés. „Komdu, Samba,“ hrópaði hann. En í þetta sinn kom Samba ekki hlaup- andi til hans við þessi boð. Þvert á móti labbaði hann lengra frá og gerði ekki meira en að sperra eyrun í áttina til hans rétt sem snöggvast. Er Nanza .hélt í humátt á eftir honum, tók hann á sprett. Nanza elti. Fyrr en hann varði, var hann kominn inn á skógirutt svæði umhverfis þorp — og þvílíkt þorp! Húsin voru löng og lág timb- urhús, skínandi hvít og af þökunum sindr- aði í sólskininu. Fram undan sér sá hann Samba standa við háa girðingu og mæna löngunaraugum þar inn fyrir, enda gat þar að líta þrjár antilópur, sem gæddu sér á lostætum laufblöðum. Nanza gekk í áttina til Samba, en sá þá hvar villisvín stefndi á hann sjálfan. En þegar það kom að honum, vildi svo til að það trítlaði bara við hlið hans og hrein ánægjulega, eins og það væri handvisst um að eiga atlot í vændum. I sömu andránni flaug pelíkani ofan af húsaburst og rölti á undan honum allsendis óragur, en apar og páfagaukar og hnellin grágæs horfðu álengdar á og létu sér hvergi bregða. Þá birtist þarna og drengur á aldur við Nanza sjálfan og virti komudrenginn fyrir sér. Nanza taldi það vist, að hann myndi, eins og allir aðrir, taka til að hrópa: „Hypj- aðu þig í burtu!" Greip Naza því í háls- bandið á Samba og hugðist teyma hann á brott. En er hann leit aftur á drenginn, sá hann að hann brosti vingjarnlega. „Bolo,“ sagði drengurinn, sem þýðir sæll, en einnig gott. „Þú ert kominn til að hitta Grand Doc- teur (hinn mikla lækni), er það ekki?“ spurði drengurinn. „Hann mun lækna þig,“ bætti hann við, án þess að bíða eftir svari. „Hann læknaði mig og þó voru fótleggimir á mér miklu ver farnir en þínir, þegar ég FramhaUl á bls. 44 11

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.