Unga Ísland - 01.11.1955, Qupperneq 14

Unga Ísland - 01.11.1955, Qupperneq 14
Albert Schweitzer mannvinurinn mikli. Miklu mennimir voru einu sinni litlir eins og við hin. I afskekktu dalaþorpi inni á milli Voges- f jalla á landamærum Þýzkalands og Frakk- lands fæddist drengur fyrir rúmum átta- tíu árum. Hann er ennþá á lífi og er tal- inn eitt mesta mikilmenni, sem nú er uppi. Hann heitir Albert Schweitzer (borið fram „svætser"). Hver veit nema einhver lítill drengur eða lítil stúlka, sem les þetta, verði mikilmenni, eins og hann. örfáum mönn- um eru gefnar eins miklar gáfur og hon- um. En hann er ekki mestur fyrir gáfur sínar, heldur fyrir það, hvað hann er góður maður. Og í því geta allir líkst honum. Faðir Alberts var prestur og drenginn langaði snemma til þess að verða prestur líka, þegar hann yrði stór. Hann átti mörg systkini og foreldrar hans voru fátæk. Samt lærði hann og komst í háskóla. Hann var ekki mjög duglegur í bamaskólanum né í menntaskólanum framan af, því að hann var oft annars hugar. Honum fannst svo margir eiga bágt. Hvernig stóð á því? Hann braut heilann um margt fleira. En einkum þetta. Og loksins komst hann að niðurstöðu: Það er ekki unnt að skilja, af hverju svo margir eiga bágt, en þeir, sem líður vel, hljóta að eiga að hljálpa þeim, sem líður illa. Hann var svo fimur að leika á orgel, að hann var ekki nema níu ára, þegar hann var fenginn til þess að leika í viðlögum á kirkjuorgelið við messur. 1 háskólanum nam hann guðfræði og varð síðan prestur og háskólakennari í guðfræði. Hann samdi bækur og ritgerðir, sem vöktu mikla athygli um mörg lönd og ungi presturinn varð frægur fyrir rit sín. Hann varð líka frægur fyrir það, hvað hann lék vel á kirkjuorgel og vissi mikið um kirkjutónlist. Þannig liðu fáein ár. Albert Schweitzer var orðinn víðkunnur vísindamaður og dáð- ur tónsnillingur. En þá sagði hann vinum sínum frá því, að hann ætlaði bráðum að hætta þessum störfum sínum og fara langt, langt í burtu, setjast að hjá svertingjum lengst inni í frumskógi Afríku. Hvað ætlaði hann að gera þar? Þeir, sem líður vel, eiga að hjálpa þeim, sem líður illa. Enginn maður á sjálfur heilsu sína, gáfur eða eigur. Guð gefur okk- ur allt, sem við eigum. Og Jesús hefur kennt okkur, hvemig við eigum að verja því, sem hann gefur: Við eigum að hjálpa þeim, sem hafa eignazt minna en við eða orðið fyrir óhöppum. Þetta var sannfæring Schweitzers. Þeg- ar hann var tvítugur að aldri ákvað hann að starfa að vísindum og listum þangað til hann væri þrítugur, en síðan yrði hann að verja kröftum sínum til líknarstarfa. Hon- um fannst, að hann ætti á þann hátt að skila því aftur, sem honum hafði verið gefið af góðum gáfum, hreysti og annarri gæfu. Hann vissi ekki, hvert sér væri ætlað að fara. En þar kom, að honum fannst hann fá bendingu um það. Hann sá grein í blaði um það, að kristniboðið í Kongó-landi í Mið- Afríku vantaði mjög lækna. Hann þóttist þegar vita, að þetta væri köllun sín. Og nú fór hann að læra læknisfræði til þess að geta orðið læknir í Afríku. í Evrópu er nóg af prestum og nóg af læknum, sagði hann. En í frumskóga- byggðum Afríku eru engir til þess að hjálpa þeim, sem eiga bágt, líða á sálu eða líkama. Evrópumenn hafa nægilegt af lyf j- um og sjúkrahúsum. Afríkumenn hafa ekk- 12 UNGA ISLAND

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.