Unga Ísland - 01.11.1955, Síða 16

Unga Ísland - 01.11.1955, Síða 16
ert af slíku. Það er hrópleg synd af þeim, sem hafa nægtir, að hjálpa þeim ekki, sem skortir allt. Albert Schweitzer vildi fara sjálfur og verja lífi sínu til þess að bæta fyrir eitthvað af því, sem hvítir menn hafa vanrækt eða brotið af sér gagnvart svört- um mönnum. Hann settist að á stað, sem heitir Lam- barene. Þar var kristniboðsstöð, kristnir menn frá Evrópu höfðu setzt þar að til þess að geta hjálpað landsmönnum, frætt þá um Jesú Krist og veitt þeim aðstoð í ýmsum efnum. Þú veizt sjálfsagt, að nýlega hafa ís- ienzkir kristniboðar byrjað að starfa í Afríku, í landi, sem hetir Eþíópía. í Lambarene er afskaplega heitt, því að staðurinn er rétt við miðjarðarlínu. Loftið er mjög óhollt. Frumskógur umlykur þorp- ið, en fljót er á eina hlið. Krökt er af eitur- slöngum í skóignum, hlébörðum og öðrum rándýrum, fílum og öpum. í fljótinu eru krókódílar og nílhestar. Fólkið, sem þarna býr, á að mörgu leyti f jarska bágt. Það þekkir ekki Guð og hugs- ar, að illir andar og ófreskjur séu allt í kring. Til dæmis, ef móðir deyr frá barni sínu ungu, þorir engin kona að gefa því að sjúga, því að þá halda menn að andamir verði reiðir. Kýr eru ekki til í þessu landi og börn, sem ekki eru höfð á brjósti, geta varla lifað, því að þau geta ekki fengið mjólk. Albert Schweitzer hefur tekið að sér mörg börn, sem hafa misst móður sína og hefðu dáið úr hungri og vesöld, ef hann hefði ekki tekið þau. Margir hættulegir og hryllilegir sjúkdómar þjaka menn. Enginn læknir var fyrir, þegar Schweitzer kom, í landi, sem er miklu stærra en ísland. Hann hefur nú í marga áratugi dvalizt þarna, gert að sárum, hjúkrað, kennt. Hann hefur reist sjúkrahús fyrir nokkur hundruð sjúk- linga og smátt og smátt ráðið til sín marga lækna og hjúkrunarkonur frá Evrópu. Fjár til þess líknarstarfs hefur hann aflað með því að halda hljómleika og flytja fyrir- lestra í Evrópu. En margt fólk hefur líka gefið fé til starfsins. 1 hitteðfyrra hlaut hann friðarverðlaun Nóbels. Fyrir þá pen- inga byggir hann holdsveikrahæli. Nú er ekki rúm fyrir meira um Albert Schweitzer í þessu blaði. En það er mikið rúm fyrir hugarfar hans í þessum heimi, brýn þörf fyrir sama hjartalag, á íslandi og alls staðar. Fáir eru kallaðir til eins mikilla afreka og hann. En ég hugsa, að Guð hafi gefið þér eins gott hjarta og hon- um. Og hann hefur áreiðanlega gefið þér sömu fyrirmynd og sama leiðtoga, Krist, konung kærleikans. Meiri tign er engin til en sú að líkjast honum. SIGURBJÖRN EINARSSON. Elzta blað í heimi. eru vikutíðindin kínverzku. Þau heita „King Coo). Þau hófu göngu sína árið 911 og eru nú yfir 1000 ára gömul. Blaðið er allt til frá upphafi og er geymt í ríkis- skjalasafni í Peking. Einkennilegt er, að fyrsta blaðir lítur eins út og það síðasta. Aldrei hefur orðið nein breyting á því hvorki smá né stór. En 15 ritstjórar þess hafa misst höfuðið fyrir að hafa sett eitthvað í það, sem stjórnendunum líkaði ekki. (Unga ísland 1925) B réfaviðskipti óskast Brynja Ágústsdóttir, Austurvegi 61, Sel- fossi, við telpur 11—12 ára. Margrét Björgvinsdóttir, Krossgerði, pr. Djúpavogi, S.-Múl., við dreng eða telpu 9— 11 ára. Margrét safnar frímerkjum. Emelía Úlfarsdóttir, Austurvegi 44, Seyð- isfirði, við telpu 13—15 ára. Emelía safnar frímerkjum og er útsölumaður Unga ís- lands á Seyðisfirði. Kristín Jónsdóttir, Herríðarhóli, Ása- hreppi, Rang, við stúlku 13—14 ára. Guðrún Tyrfingsdóttir, Lækjartúni, Ása- hreppi, Rang., við dreng eða telpu 12—14 ára. 14 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.