Unga Ísland - 01.11.1955, Page 18

Unga Ísland - 01.11.1955, Page 18
Clara Barton Stofnandi Rauða kross Bandaríkjanna CLARA BARTON fæddist á jóladaginn árið 1821 í Massachusett-fylki í Bandaríkj- unum. Hún átti f jögur systkini. Hið yngsta þeirra var ellefu ára og hið elzta 17 ára. Var því ekki að undra, þótt þau horfðu með nokkurri eftirvæntingu á þennan jólaböggul á armi föður síns. Varlega tók hann mjúka ábreiðuna frá andliti nýfædda barnsins. „Jólagjöfin ykkar, hún Clarissa Harlowe Barton, óskar ykkur hér með gleðilegra jóla,“ sagði faðirinn og var hreykinn á svip- inn. „Þetta er of langt nafn fyrir svona litla stúlku,“ sagði Dorothy systir hennar. „Ég ætla að kalla hana, Clöru.“ Að svo mæltu tók hún, sem var elzta barnið, systur sína í fang sér. Auðvitað varð þessi jólagjöf eftirlæti allrar fjölskyldunnar. En áður langt um leið, var hún sjálf farin að trítla um með heila halarófu af eigin gæluvinum á eftir sér. Og það voru harla sérkennilegir og sundurleitir vinir. í þeim hópi var kattar- læða og kettlingar hennar, hani og .hæna, kalkún-hani og skjaldbaka, sem átti það til, að glefsa í alla aðra en litlu vinkonuna sína. Eitt sinn henti það slys, að veiðihundur- inn hans Davíðs, bróður hennar, varð undir vagnhjóli með eina loppuna. Loppan á hon- um marðist mjög illa og hann kvaldist áreiðanlega mikið, en það var ekki við það komandi, að eigandinn sjálfur, fengi að CLARA BARTON snerta hinn veika fót, til þess að reyna að gera að meiðslunum. Hundurinn virtist eng- an vilja þýðast og hýmdi einn úti í hlöðu. Þá labbaði Clara litla út í hlöðuna til hans, settist hjá honum og tók að strjúka hon- um, en á meðan talaði hún blíðlega til hans í hálfum hljóðum. Er þessu hafði farið fram um stund, snerti hún særða fótinn og brá þá svo við, að hundurinn sleikti hönd hennar. Þá laugaði Clara særðu loppuna, bar á hana smyrsl og batt um hana, en tal- aði blíðlega til hundsins á meðan á aðgerð- inni stóð. Að henni lokinni, launaði hvutti fyrir sig með því að sleikja hönd hennar aftur. Er Clara var orðin fimm ára gömul, tók hún að ganga í skóla. En hún reyndist svo feimin og uppburðarlítil í hópi ókunnugra krakka, að foreldrum hennar leizt það hyggilegast að taka hana úr skólanum og láta kenna henni í heimahúsum. Níu ára gömul var hún sett í viðurkenndan einka- skóla, en hún var enn sem áður of hlédræg til þess að geta notið sín innan um jafn- aldra sína. Hún eignaðist enga vini þar og var því einmana og utanveltu. Þetta gekk jafnvel svo langt, að hún þorði ekki að svara spurningum í kennslustundum, og 16 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.