Unga Ísland - 01.11.1955, Qupperneq 21
þeim ótta hans, og sagði, að þeir væru ill-
menni og honum því hollast að láta þá ekki
sjá sig.
„En af hverju ert þú þá á þessu skipi,
Billi? “ spurði Jói. Hann leit þegar upp til
Billa og var honum mjög þakklátur fyrir
hjálpina.
„Það er nú of löng saga til þess að segja
hana núna,“ sagði Billi, „enda má ég ekki
dvelja hér lengur í þetta sinn, en í nótt
skal ég laumast hingað niður. Farðu nú
aftur í felur."
Um nóttina hittust drengirnir aftur og
þá sagði Billi þessum nýja félaga sínum frá
orsökunum að veru sinni á þessu skipi.
> „Faðir minn er skipstjóri á skipi, sem
heitir „Sjöstjarnan", en nú hafa langa lengi
ekki borizt neinar fréttir af því skipi. Fjár-
haldsmaður minn — það er hann, sem er
skipstjóri hérna á „Máfinum“ — er harður
og vondur maður, og hann tók mig um borð
þeir stóðu við og hurðin hrökk um leið aft-
ur, og þeir gátu með engu móti komizt út.
Af þeim skarkala og hrópum, sem þeir
heyrðu, varð þeim brátt Ijóst, að eitthvað
alvarlegt hefði skeð.
„Ætli farmurinn hafi ekki sprungið?“
sagði Jói. „Ég tók eftir því að það er
sprengiefni meðferðis og nú hefur eitthvað
skeð-------“
Drengirnir hrópuðu og lömdu í klefa-
veggina til þess að vekja á sér athygli, í
þeirri von að áhöfnin bjargaði þeim úr
prísundinni, en það var annað hvort, að
enginn heyrði til þeirra, eða vildi ekki
heyra.
Smám saman hljóðnaði allt á skipinu og
Jói sagði:
„Ætli þeir séu ekki farnir í bátana. En
hvað skyldi nú með skipið? Kannske brenn-
ur það eða, er orðið lekt svo að við för-
umst.“
Skipið var
að því komið
að sökkva
í skip sitt, þegar pabbi hvarf. En nú hugsa
ég um það eitt, að fá einhverjar fréttir af
„Sjöstjörnunni" eða áhöfn hennar. Sem
stendur verð ég að þræla hér, því skipstjór-
inn segir — “
Hvað það væri, sem skipstjórinn segði,
fékk Jói aldrei að vita, því í sömu andránni
kvað við heljar mikill brestur.
Drengirnir slöngvuðust inn í klefa, sem
„Við skulum nú ekki gefa upp alla von,“
anzaði Billi, en hann hafði um stund verið
að rjála við dyralæsinguna með vasahnífn-
um sínum. Þetta var forláta hnífur, búinn
allskonar verkfærum. „— Sjáum til —
þarna tókst mér að opna!“
Drengirnir biðu ekki boðanna, heldur
skunduðu upp á þilfar.
Ekki reyndist eldur í skipinu. Á hinn bóg-
UNGA ÍSLAND
19