Unga Ísland - 01.11.1955, Blaðsíða 22

Unga Ísland - 01.11.1955, Blaðsíða 22
inn virtist það að því komið að sökkva. í nokkurri fjarlægð komu drengirnir auga á bátana, er fjarlægðust óðum. „Hjálp! Hjálp! Takið okkur með!“ hróp- uðu drengirnir, svo hátt, sem þeir gátu, og veifuðu í áttina til bátanna. En það kom að engu haldi. Bátamir hægðu ekkert á ferðinni og hurfu smám saman sjónum þeirra. „Við verðum að reyna að búa okkur til fleka, áður en „Máfurinn" sekkur og dregur okkur með sér í djúpið! “ sagði Billi og var mikið niðri fyrir. „Kannske þetta geti fleytt okkur,“ sagði Jói og benti um leið á lestarhlera, sem í raun og sannleika var lítill fleki. Drengirnir tóku nú til óspilltra málanna við að koma hleranum af skipinu og á flot og eftir nokkurt erfiði tókst þetta. Til allrar hamingju var sjór ládauður, og brátt hlóðu þeir nokkrum matvælum á flekann og komu þar einnig fyrir vatnskút. Þeir fundu tvær árar um borð og máttu nú ekki seinni vera að ýta frá, því að skipið var alveg að því komið að sökkva. ÓVÆNTUR FUNDUR. Sólin rann upp og helti björtum geislum yfir kyrran og dimmbláan sjóinn. Billi og Jói skimuðu í allar áttir eftir skipum, enda var þeim það ljóst, að flekinn þeirra myndi þeim að litlu haldi, ef versna kynni í sjóinn. „Sjáðu þarna!“ hrópaði Jói skyndilega og benti út á sjóinn. Það varð ekki betur séð en að þar grillti í skip. „Við skulum reyna að róa í áttina þangað!“ „Straumurinn er með okkur,“ sagði Billi, og nú tóku báðir til áranna, sem mest þeir máttu. Það varð brátt augljóst, að þarna var skip framundan, og þeir tóku því til að hrópa og veifa í þeirri von, að skipshöfnin kæmi auga á þá. Það olli þeim brátt nokkurri undrun, að þeir urðu ekki varir við neinar mannaferðir á skipinu. Þeir réru af öllum lífs og sálar kröftum og miðaði allvel. „Veiztu nú hvað,“ sagði Billi snögglega og hvíldist fram á árina. „Ég er farinn að halda að skipið sé mannlaust. Sjáðu bara! Það er eins og það sé stjómlaust. Það virð- ist bara berast með straumnum.“ „Hvernig skyldi standa á þessu?“ varð Jóa að orði. „Sjöstjaman!“ hrópaði Billi skyndilega. „Sjáðu bara, Jói. Er það ekki nafnið, sem stendur á kinnungnum? Það er alveg eins og skipið hans pabba! Getur það bara verið, að þetta sé skipið hans?“ Jói tók undir það, að á kinnungnum stæði nafnið „Sjöstjarnnan“ og nú hertu dreng- irnir áratogin að nýju til þess að komast sem fyrst að skipinu. Niður af skuti skipsins hékk kaðall og náðu drengirnir brátt handfesti á honum, lásu sig upp eftir honum og stóðu brátt á þiljum skipsins. Þar var engan mann að sjá. „Hæ! Er hér nokkur um borð!“ hrópaði Billi, eins hátt og hann gat, en fékk ekkert svar. Honum var ekki allskostar um þetta og leit varfærnislega í kringum sig, en Jóa var hreint ekki um sel. Þetta er skipið háns pabba, — en hvar er hann og hvar er áhöfnin?“ hvíslaði Billi. Drengirnir færðu sig hvor nær öðmm; þeim fannst eins og einhver ógn steðjaði að þeim. ,Við skulum koma í stjórnklefann," sagði Billi skyndilega og reyndi að hrista af sér þann óhug, sem að honum setti. Þeir gengu inn í klefann, en námu skyndi- lega staðar, er í dymar kom og setti að nýju að þeim hræðslu við þá sjón, er þar mætti augum þeirra. Þarna var allt á tjá og tundri, stólar brotnir og á gólfinu lágu einnig brotnir diskar og bollar. Hengin við rekkju skip- stjórans voru nærri slitin niður, — en einkennilegast við þetta allt saman, að á miðju gólfi stóð borð og á því stórt skjal — sem tæpast virtist þó vera úr pappír — neglt fast við borðið með hnífi, sem stóð rekinn niður í borðplötuna. 20 UNGA ÍSLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.