Unga Ísland - 01.11.1955, Blaðsíða 34

Unga Ísland - 01.11.1955, Blaðsíða 34
Heilagur Hírónýmus . . . Framhald af bls. 31. það til hvíldar um stund, á hæð einni, þar sem sá yfir þjóðveginn og til allra hliða umhverfis. í fjarska sá það menn nálgast á þjóðveginum með hlaðna úlfalda og á undan þeim fór asni. Þessi lest var svo langt undan, að ljónið gat ekki hafa þekkt asnann, allt að einu gekk það nú varfærn- um skrefum á móti lestinni. Áður langt um leið dró svo saman með ljóninu og lestinni, að það þekkti þar fyrrverandi félaga sinn, asnann. Með ofsa- legu öskri hljóp það í áttina að lestinni, og lét ósköp ófriðlega, en vann þó engum mein. Kaupmennirnir urðu skelfingu lostnir, sem ekki var að undra, tóku til fótanna, sem mest þeir máttu og létu eftir asnann og úlfalda og allan varning sinn. En það er af Ijóninu að segja, að það rak asnann og skelfda úlfaldana, hlaðna varningi, á und- an sér heim að klausturgarði. Þegar klausturbræður komu auga á þessa hersingu, asnann í fylkingarbrjósti, bögg- um hlaðna úlfaldana í miðið, en öskrandi Ijónið aftast, gengu þeir á fund heilags Hírónýmusar til þess að segja honum tíð- indin. Sá heilagi maður gekk út í klaustur- agrðinn og bað þá blíðlega að hleypa þess- um gestum inn. „Takið byrðarnar af þessum vorum gest- um,“ mælti hann. „Laugið göngulúna fæt- ur þeirra og gefið þeim fóður. Mælum síðan sem minnst um þetta, en bíðum heldur og sjáum, hvað Drottinn hefur hugað sínum þjónum með slíkri sendingu.“ Er bræður höfðu fylgt fyrirmælum og hlúð að asna og úlföldum, varð þeim ljóst, að Ijónið hafði nú tekið upp sína fyrri háttu. Nú rambaði það aftur um allar dyr og gæddir klaustursins og flaðraði að fót- um klausturbræðra hvers og eins og veif- aði rófunni í ákafa, rétt eins og það vildi nú biðjast afsökunar á þeim glæp, er það hafði aldrei drýgt. En bræðurnir fylltust nú iðrun, er þeir minntust sinna illskeyttu ásakana í garð ljónsins og sögðu: „Sjá nú þenna hinn dygga hirði, er vér fyrir skemmstu bárum hinum þyngstu sökum fyrir grimmd og græðgi. Á honum hefur Drottni þóknast að gjöra þetta kraftaverk í vorri augsýn, til þess að heiður hans megi flekklaus verða! En blessaður Hírónýmus, sem sá fyrir óorðna hluti, sagði við þá: „Bræður mínir, verið viðbúnir með alla þá hluti, er að mat og drykk lúta, svo að vér megum veita þeim gestum, er væntanlegir eru, viðeigandi viðtökur.“ Innan stundar höfðu klausturbræður lok- ið þessum undirbúningi og stóðu í þyrping umhverfis blessaðan Hírónýmus. Kom þá sendiboði og sagði, að við hliðið væru gestir, er æsktu áheyrnar hins virðulega klaustur- föður. Er hann heyrði þetta, bauð hinn margnefndi blessaði faðir, að klausturhlið- ið skyldi opnað og gestir leiddir fyrir sig. Þrátt fyrir vinsamlegar viðtökur gengu komumenn niðurlútir fyrir blessaðan Híró- nýmus, vörpuðu sér flötum fyrir fætur hans og báðu forláts á sínum misgjörðum. Hinn heilagi reisti þá á fætur með þeim orðum, að þeir skyldu upp frá því njóta sinna eigin eigna með þakklátum huga, en ekki missjá sig á eigum annarra og í stuttu máli, ætíð ástunda hreint líferni fyrir aug- liti Drottins. Að þeirri áminningu lokinni, bauð hann þeim að njóta um stund hress- ingar í hópi klausturbræðra, en taka síðan úlfalda sína og fara í friði sína leið. Þá hrópuðu þeir einum rómi: „Við biðj- um yður, faðir, að þér þiggið af oss helm- inginn af þeirri olíu, sem á úlföldum okkar var, á lampa kirkju yðar og til annarra þarfa þessa klausturfélags, enda þykjumst við nú vita, að ferð vorri til Egyptalands hafi verið stýrt til þess að verða yður til gagns, fremur en sjálfum oss til hagnaðar!” Þessu svaraði hinn heilagi Hírónýmus á þá lund: „Þetta sem þið æskið er ekki rétt- lætinu samkvæmt. Eða, hvernig mættum 32 UNGA ÍSLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.