Unga Ísland - 01.11.1955, Page 36
Leynilöregluverkefni:
rHvcr
%ekur l
Það var ný búið að mála stóra verzlunar-
húsið á Strandgötu 5 og allir dáðust að hin-
um ljósgulu veggjum og skreytingum und-
ir gluggunum og yfir aðal-inngangi.
En nú brá svo einkennilega við að á
hverjum morgni, þegar verzlunarstjórinn
opnaði búðina, voru rauð fingraför hér og
hvar á veggnum, rétt við innganginn. Hús-
eigandinn lét strax mála yfir fingraförin, en
næsta morgun voru þau komin aftur. —
Þannig gekk nokkra daga. Þolinmæði hús-
eigandans var nú þrotin. Hann sneri sér til
leynilögreglu bæjarins og bað hann um
aðstoð.
Brátt komst leynilögreglumaðurinn á
snoðir um tvennt, sem hann áleit mjög
þýðingarmikið. í fyrsta lagi voru öll fingra-
förin eins og í öðru lagi að í næstu götu
voru 5 drengir nýbúnir að mála stórt dúfna-
hús og kerru-bíl, með rauðri málningu. —
Við yfirheyrzlu neituðu allir drengirnir, að
vera sekir um verknaðinn.
Þá tók leynilögreglumaðurinn fingraför
af öllum drengjunum og bar þau saman við
fingraförin á veggnum. Þá kom fljótt í ljós,
hver sekur var. Það var — nei, annars, —
ég segi ykkur ekki frá því, hvað seki dreng-
urinn hét. Það eigið þið að gera með að-
stoð fingrafaranna, sem hér fylgja, ásamt
nöfnum drengjanna.
Efst á blaðsíðunni, hjá fyrirsögninni, er
sýnishorn af fingraförunum, sem leynilög-
reglumaðurinn tók af vegg verzlunarhúss-
ins. —
Hvaða drengur var sekur ?
34
UNGA ÍSLAND