Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 102
82
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
stofnaður er með því markmiði, að sam-
'Bina alla Islendinga hér í álfu og afkom-
'endur þeirra í einn allsherjar félagsskap,
og
Með því að víðsvegar um álfuna
standa félög á meðal Islendinga, sem
æskilegt er að stæðu í sambandi við
Þjóðræknisfélagið,
Þá leyfir stjórnarnefnd Þjóðræknisfé-
lagsins sér að leggja fyrir ársþing, til
væntanlegrar samþyktar eftirfarandi til-
lögu:
"Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins skal
framvegis falið að leita samninga og
samkomulags við íslenzk félög í Vestur-
heimi um upptöku þeirra og inngöngu
-í Þjóðræknisfélagið á eftirfylgjandi skil-
málum:
1. Að nefnd félög sæki um upptöku
og gangi inn sem sjálfstæðar deildir í
Þjóðræknisfélagið, í samræmi við 17. gr.
grundvallarlaganna.
2. Að þar sem ofan greindum fyrir-
mælum verður eigi við komið, sé félags-
.stjórninni leyfilegt að veita einstökum
Xélögum upptöku í Þjóðræknisfélagið
:sem sambandsdeildum, með þeim skil-
rnálum að þau greiði jafnmörg árstillög
í sjóð Þjóðræknisfélagsins, sem tala
þeirra manna nemur, er framkvæmdar-
nefnd skipa venjulegra deilda. Sé þá og
líka þar með ákveðið, að eigi fari slik
félög með fleiri atkvæði á ársþingi en
tala árstillaganna nemur, er þau gjalda í
félagssjóð.
3. Félagatal slíkra sambandsdeilda skal
fært á félagaskrá Þjóðræknisfélagsins
og birt í Tímaritinu ,undir þeim lið, sem
þeim hefir verið veitt upptaka í Þjóð-
ræknisfélagið."
Benti dr. Rögnv. Pétursson á að æski-
legast væri, að fá sem flest og helzt öll
íslenzk félög í Ameríku til að ganga inn
í Þjóðræknisfélagið, sem sérstakar deild-
ir og hefði verið gerð nokkur gangskör
að þessu, en reynst að verða margvís-
legur hængur á því að það væri hægt —
helzt það, að deildunum hefði fundist of
mikið að gjalda 50 cent af hverjum fé-
laga til Þjóðræknisfélagsins.
Urðu nokkrar umræður um þetta mál.
Jón J. Húnfjörð taldi sanngjarnt., þar
sem fleiri meðlimir væru í fjölskyldu
eða á sama heimili, að tillagið væri
nokkru lægra. Guðm. Jónsson frá Vog-
ar taldi æskilegt að lestrarfélögin gengju
inn sem sérstakir einstaklingar, og sendu
samkvæmt því aðeins einn fulltrúa á
þingið, með því að þeim væri það ofviða
að gjalda 50 cent af hverjum meðlimi
sínum til Þjóðræknisfélagsins. Asgeir I.
Blöndahl benti á ,að þetta mál væri
talsverðum vanda bundið, með því að
meðlimir hinna ýmsu lestrarfélaga væru
ef til vill meðlimir einhverrar deildar
Þjóðræknisfélagsins, og yrði í því til-
felli tekið tvöfalt gjald af þeim. Lagði
hann til, og séra Jóh. P. Sólmundsson
studdi, að þessu máli væri vísað til vænt-
anlegrar útbreiðslunefndar. Samþykt. —-
Jón J. Húnfjörð gerði tillögu og Jóh. P-
Sólmundsson studdi, að kjósa fimm
manna útbreiðslunefnd. Forseti leitaðist
fyrir um uppástungur í nefndina. Stung-
ið var upp á þessum mönnum: :
Ásgeir I. Blöndahl
Séra Guðmundi Árnasyni.
Ásmundi P. Jóhannssyni
Sr. Jóh. P. Sólmundssyni
Sr. Benjam. Kristjánssyni
Bjarni Finnsson gerði tillögu og Hall-
dór Gislason studdi, að útnefningum
væri lokið. Samþykt.
I sambandi við þetta mál skýrði for-
seti frá því, að þar sem Iþróttafélag’ið
Fálkinn væri ungt og upprennandi fé-
lag, sem þyrfti á miklum peningum að
halda, hefði stjórnarnefnd ekki þótt rétt
að íþyngja þvi með félagsgjaldi, heldur
mundi þeim verða veitt upptaka í Þjóð-
ræknisfélagið samkvæmt 15. grein Þjóð-
ræknisfélagslaganna ,og mundi það fram-
vegis njóta svipaðs framlags úr félags-
sjóði og að undanförnu.
Næst var tekið fyrir fræðsluniál.
Dr. Rögnv. Pétursson gerði tillögu og
Jón J. Húnfjörð studdi, að forseti skipi
5 manna nefnd í þetta mál. SamþyW-
Forseti skipaði í nefndina:
Ragnar Stefánsson, Winnipeg.
Bjarna Skagfjörð, Selkirk.
Jón J. Húnfjörð, Brown.