Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 103
ÁRSÞING
83
Þá var tekið fyrir næsta mál á dag-
skrá: SJóðstofnanir.
Dr. Rögnv. Pétursson skýrði sögu
málsins. Benti á að það hefði komið inn
á þingið í fyrra sem nýtt mál fyrir til-
mæli deildarinnar í Leslie, en þá verið
vísað til stjórnarnefndar til frekari
framkvæmda. Hefði hugmyndin upphaf-
lega verið sú, að þessi sjóður væri eins-
konar heiðurslaunasjóður, er stofnaður
væri í einskonar viðurkenningarskyni við
hið ágæta og vinsæla skáld Vestur-ls-
lendinga, J. Magnús Bjarnason, í Elfros.
Las hann upp samþykt stjórnarnefndar
um þetta mál, þar sem hún veit-ir 100
dollara framlag úr félagssjóði til þess-
arar sjóðsstofnunar, og kýs nefnd til
að annast frekari fjársöfnun í sjóðinn.
Samkvæmt fjárhagsskýrslu höfðu safn-
ast nokkrar gjafir í sjóðinni. óskaði
hann eftir því, að þingið samþykti þess-
■ar gerðir stjórnarnefndar.
LTm málið urðu nokkrar umræður, og
vildu sumir að sjóðurinn hlyti víðara
verksvið, og yrði stofnaður sem styrkt-
arsjóður íslenzkra rithöfunda, skálda og
listamanna í Vesturheimi. Gegn þessu
mæltu ýmsir, svo sem Ásmundur P. Jó-
hannsson, Ásgeir I. Blöndahl og Jónas
Jónasson, og vildu að sjóður þessi væri
^ingöngu stofnaður sem fjárveitingar-
sjóður í viðurkenningarskyni við skáld-
ið J. Magnús Bjarnason. Kom fram til-
iaga frá séra Guðm. Árnasyni, studd af
Jóni J. Húnfjörð, að þingið samþykki
gerðir stjórnarinnar í málinu og vísi því
aftur til væntanlegrar stjórnarnefndar.
Var þessi tillaga samþykt.
Þá var tekinn fyrir 10. liður dagskrár-
innar: TSmaritsmálið.
Ásgeir I. Blöndahl gerði tillögu og
S'g- Vilhjálmsson studdi, að forseti skipi
fimm manna nefnd i þetta mál . Var
Það samþykt. Forseti útnefndi:
Séra Guðm. Árnason.
Ásgeir I. Blöndahl.
Bjarna Finnsson. 0
Árna Eggertsson.
Sigurbjörgu Johnson.
Gat Ásmundur Jóhannsson þess, að
*nda þött Tímarit félagsins var nú full-
prentað, þá hefði sér á síðustu stundu
borist í hendur auglýsing frá Union
Trust Company, sem óskað hefði verið
eftir að kæmi í ritinu. Gæti þetta
orðið til þess að enn drægist um nokkra
daga að ritið bærist mönnum í hendur.
Bað hann félagsmenn hafa biðlund
við útgáfunefnd Tímaritsins sökum þess-
arar nauðsynju.
Þá var tekið fyrir Bókasafnsmál.
Séra Guðm. Árnason gerði tillögu og
Sig. Vilhjálmsson studdi, að forseti skipi
3 manna nefnd í málið. Samþykt.
Forseti skipaði þessa menn:
Ó. S. Thorgeirsson
Friðrik Sveinsson og
Halldór Gíslason .
1 þessu sambandi dró forseti athygli
manna að tilmælum þjóðræknisdeildar-
innar í Churchbridge, að deildum Þjóð-
ræknisfélagsins verði gefin kostur á að
fá þær bækur til aflestrar, sem félagið
kynni að eiga og fágætar væru.
Þá voru tekin fyrir Ný mál. Ásgeir
Blöndal hreyfði því, að þar sem tals-
verð líkindi væri til, að meira yrði um
heimflutninga Vestur-lslendinga hér eftir
en hingað til og þar sem lög mæltu svo
fyrir á Islandi eins og víða annarsstað-
ar, að þeir Islendingar, sem dvalið hefðu
langvistum í annari álfu eða tekið borg-
arabréf í öðru landi, töpuðu ríkisborg-
ara rétti á Islandi, og gætu ekki á-
unnið sér hann aftur nema með 5 ára
dvöl í landinu, þá mæltist hann til, að
stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins leit-
i'st fyrir um það við íslenzku stjórn-
ina hvort ekki mun vera hægt að fá
þessum lögum breytt þannig að Vestur-
Islendingar hljóti þegnréttindi helzt þeg-
ar í stað og þeir stiga á land á Is-
landi, að m. k. ekki seinna en að sex
mánuðum liðnum. Jón J. Húnfjörð
benti á að ísl. þingið veitti venjulegast
Islendingum, sem erlendis hefðu dvalið
og þess óskuðu þegnréttindi með sér-
stökum lögum. Ásgeir Blöndal óskaði
eftir að reynt væri að fá lög, er gerðu
slíkar sérstakar lagaheimildir óþarfar.
Jóh. P. Sólmundsson bar þá fram til-