Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 114

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 114
94 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA urssyni, Walter Jóhannssyni og Davíð Björnssyni. Kosinn var Walter Jóhannsson með 52 atkvæðum. Þorvaldur Pétursson fékk 32 og Davíð Björnsson 15. Þá var bókasafnsmálið tekið fyrir. — Friðrik Sveinsson las upp svohljóðandi nefndarálit: Til forseta og þings Þjóðræknisfélagsins. Vér sem settir vorum í nefnd í bóka- safnsmálinu, lítum svo á að mjög æski- legt væri að bókakostur Þjóðræknisfé- lagsins sé sem allra fyrst gerður arð- herandi fyrir félagsmenn og íslenzkan almenning, ekki sízt hér í Winnipeg, þar sem ekkert viðunanlegt bókasafn er til, sem almenningur hefir aðgang að. Leggjum vér því til, að hinni nýju stjórnarnefnd félagsins sé falið af þessu þingi, að opna útláns-bókasafn í Winm- peg, til afnota fyrir félagsmenn og ut- anfélagsmenn, gegn hæfilegu gjaldi. Að nefndin starfræki bókasafnið, eða að öðrum kosti, ef henni lízt það hent- ara, leiti samkomulags við deildina Frón, um að deildin taki við bókunum til umráða og starfræki safnið með þeirri reglugerð er báðir aðilar kæmu sér saman um. Friðrik Sveinsson. John Asgeirsson. Ragnheiður Davidson. H. Gíslason. rt. S. Thorgeirsson. Um málið urðu talsverðar umræður. Jón Ásgeirsson skýrði frá hugmyndum þeirra, er sent hefðu bréf inn á þingið um lestrarfélagsstofnun, og kvað að þeir mundu sáttir á að Frón tæki bóka- safnsmálið í sínar hendur. Guðmundur Jónsson frá Vogar lagði til og Th. S. Thorsteinsson studdi, að nefndarálitið yrði viðtekið óbreytt. — Halldór Gíslason taldi nauðsynlegt að kjósa aðra nefnd í málið, með því að . stjórnarnefndir undanfarandi ára hefði verið aðgerðalitlar í málinu. Fyrirspurn- ir komu fram um það, hvort ætlast væri til að bækur þær, sem félagið ætti nú von á að heiman, ættu einungis að leggjast til deildarinnar Frón í Winni- peg, eða skiftast milli deilda út um land- ið. Friðrik Sveinsson skýrði frá því, að sá bókakostur, sem félagið hefði átt til þessa, hafi verið svo fáskrúðugur, að naumast hafi verið gerlegt að opna bókasafn. Nú sé von á allmyndarlegri bókasendingu af nýjum bókum, og sé þá kominn visir að bókasafni, sem sjálf- sagt sé að starfrækja, eins fljótt og bækurnar séu bundnar eða komnar í það horf, að þær séu hæfar til útlána. Eins og nefndarálitið beri með sér sé það ekki tilætlun bókasafnsnefndar- innar að Þjóðræknisfélagið afhendi deild- inni Frón bækur sínar til eignar, heldur aðeins til umsjónar og afnota, og telji nefndin það sanngjarnt að deildir út um land njóti sömu réttinda og geti einnig fengið bækur til láns, eftir því sem þær óska og hægt sé að uppfylla. Halldór Gíslason gerði þá viðaukatillögu og Þorleifur Hansson studdi, að kosin sé þriggja manna nefnd af þingheimi, til að starfa í málinu. Tillagan var feld með 24 atkvæðum gegn 15. Var þá tillaga Guðmundar Jónssonar og Th. S. Thorsteinssonar borin upp og samþyltt. Þá lá fyrir endurskoðað og aukið nefndaiálit útbreiðslunefndar og var lesið upp af séra Guðm. Árnasyni: Nefndarálit útbreiðslunefndar. Nefnd sú, sem sett var í útbreiðslu- málinu, leyfir sér að leggja fyrir þingið eftirfylgjandi skýrslu. I. Með þvi að íþróttafélagið “Falcons" hefir farið þess á leit að komast í sam- band við Þjóðræknisfélagið, leggur nefndin til að það sé veitt með eftir- fylgjandi skilyrðum: Þeir af meðlimum “Falcons”, sem kjörgengir eru í Þjóð- ræknisfélagið samkvæmt 15. grein, b- lið, grundvallarlaga þess, gerast félagar í því og eru venjulegir félagar i íþrótta- félaginu; aðrir félagar íþróttafélagsins verða aukafélagar (associate members' í því, og hafa að sjálfsögðu hvorki at- kvæðisrétt né kjörgengi í Þjóðræknis- félaginu. Nefndin er þeirrar skoðunar, að Þjóð- ræknisfélagið og stjórnarnefnd þess ættu að hlynna að iþróttafélaginu eftir föng- um og hvetja það i starfi þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.